Egill lést á Landspítalanum við Hringbraut í návist fjölskyldu og vina síðastliðinn föstudag en hann hafði undanfarin ár háð hetjulega baráttu við krabbamein.
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.
Egill fæddist þann 26. júní 1990 og ólst upp í Breiðholti þar sem hann gekk í Hólabrekkuskóla. Hann stundaði nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og lauk stúdentsprófi þar árið 2011. Hann lauk svo BA-prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 2015.
Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að hann hafi helgað starfsferil sinn fólki með fatlanir og geðræn vandamál. Var hann til dæmis stuðningsfulltrúi í búsetukjarnanum Rangárseli árin 2015 til 2018 og teymisstjóri í Rangárseli frá 2016.
Hann var kjörinn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins árið 2018 og gegndi því embætti til ársins 2022. Hann sat í ýmsum nefndum borgarinnar, sat í stjórn Stúdentaráðs, var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 2015 til 2016 og var formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2023 til 2024.
Þá sat hann í stjórn Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra árin 2020 til 2023.
Egill Þór lætur sig eiginkonu, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðing og ljósmóðir, og tvö börn, 3 og 5 ára.
Egill ræddi veikindin á opinskáan hátt í viðtali við DV árið 2022, en viðtalið má lesa í heild sinni hér.