fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. desember 2024 12:05

Drengurinn fékk skrámur á bak og hendi eftir kennarann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari, kona, sem starfar í grunnskóla í Hafnarfirði hefur verið fundin sek um ólögmæta nauðung og barnaverndarbrot gegn dreng sem gerði dyraat á heimili hennar. Greip hún meðal annars um hönd hans og ýtti upp að vegg.

Móðir drengsins kærði konuna þann 16. júní árið 2020 fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot á syni hennar.

Atvik málsins voru þau að drengurinn var ásamt vini sínum á leikvelli sem er umkringdur íbúðum að leika sér með frisbídisk. Diskurinn lenti ofan á þaki á skúr í garði heimilis kennarans og fóru þeir og sóttu diskinn. Þá ákvað drengurinn að gera dyraat hjá kennaranum, en hinn beið, og fóru strákarnir svo út á völlinn aftur til að spila fótbolta.

Kennarinn kom þá askvaðandi út á leikvöllinn og drengirnir földu sig. Sá sem gerði dyraatið faldi sig við girðingu við garðinn en það dugði þó ekki til. Kennarinn sá hann, greip í úlnlið hans og dró hann með fram lóðinni.

Dró drenginn langa vegalengd

Drengurinn öskraði og bað kennarann að sleppa sér. Þá kom vinurinn og ætlaði að hjálpa honum en varð hræddur og flúði heim til móður sinnar þegar kennarinn sagði honum að koma. Móðir vinarins, sem var ekki langt frá, heyrði öskrin í drengnum sem kennarinn var að draga þó nokkra vegalengd.

Drengurinn reyndi að streitast á móti þegar kennarinn dró hann, frá hliðinu á leikvellinum að útidyratröppunum og upp þær. Ýtti hún honum upp að húsveggnum heima hjá sér og fékk hann við það mar á herðablaðið.

Hágrét og var brugðið

Á þessum tímapunkti kom móðir vinarins að og lýsti hún atvikum þannig að kennarinn hefði verið mjög reið og öskrað að sonur hennar hefði líka gert eitthvað. Hann þrætti fyrir það en kennarinn sagði hann ljúga og sagðist eiga myndbandsupptökur af atvikinu.

Sjá einnig:

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Eftir þetta fór móðir vinarins með drengina tvo heim til sín og grét sá sem kennarinn greip mikið. Var honum bersýnilega mjög brugðið. Hélt hann að kennarinn ætlaði að draga hann inn til sín og var hann logandi hræddur við það.

Dró yfirlýsingar um myndband til baka

Móðir drengsins hitti kennarann skömmu eftir þetta og spurði hana hvort hún hefði veist að syni hennar. Neitaði hún því og sagði drengina hafa verið að gera dyraat hjá sér. Spurði kennarinn móðurina hvort hún tryði fullorðnum einstaklingi eða barni. Sagðist hún eiga myndbandsupptökur af þessu en þegar móðirin bað um að fá að sjá þær dró kennarinn það til baka.

Móðirin fór með drenginn á Læknavaktina og var hann með skrámur á herðablaði og hnúa vinstri handar. Tekið var viðtal við báða drengina í Barnahúsi um haustið þar sem þeir lýstu atvikinu út frá sinni hlið.

Refsingu frestað

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að hætta rannsókn málsins þann 8. desember þar sem hann taldi ekki grundvöll til að halda henni áfram. Sú ákvörðun var hins vegar kærð til Ríkissaksóknara sem felldi hana úr gildi 8. apríl 2021.

Kennarinn var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. desember.  Ákvörðun refsingar var hins vegar frestað haldi kennarinn skilorð í tvö ár. Þarf hún að greiða drengnum 400 þúsund krónur í bætur auk málskostnað upp á rúmar 2 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“