fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. desember 2024 16:12

Mynd: reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook-síðunni Spilling í Reykjavík er nú auglýst eftir uppljóstrara. Segir þar að kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmyndaflokki um Reykjavík vilji komast í kynni við fólk „sem getur varpað ljósi á það hvernig kaupin á eyrinni raunverulega gerast.“

Segir að markmiðið sé að varpa ljósi á „hvernig hagsmunir venjulegs fólks og Reykjavíkurborgar eru hafðir að engu þegar kemur að óskýrru útdeilingu á sameiginlegum verðmætum borgarbúa til stóreignamanna og stórfyrirtækja.“

Þeir sem búa yfir slíkum upplýsingum eru beðnir um að vera í sambandi í gegnum netfangið spillingireykjavik@gmail.com

Facebook-síðan „Spilling í Reykjavík“ þar sem auglýsingin birtist er eignuð félagsskap sem ber heitið „Traust í Reykjavík“. Ábyrgðarmaður þess félags er kvikmyndagerðarmaðurinn Hilmar Páll Jóhannesson. Hilmar birti fyrir kosningar fjölmargar auglýsingar í fjölmiðlum þar sem vegið var að Degi B Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra og nýkjörins þingmanns Samfylkingarinnar. Hilmar er, ásamt Ingu Lóu Guðjónsdóttur, eigandi Loftkastalans ehf. en þau hafa deilt við borgina í mörg ár um skipulag á lóð fyrirtækisins í Gufunes.

„Reykja­vík­ur­borg hef­ur sleg­ist við okk­ur í tvö og hálft ár. Þetta er valdníðsla á hæsta stigi. Það er gjá á milli fram­kvæmda­deild­ar og skipu­lags­yf­ir­valda í borg­inni. Þegar búið er að gera skipu­lag og kynna kem­ur fram­kvæmda­deild­in og ger­ir það sem henni dett­ur í hug,“ sagði Hilm­ar í viðtali við mbl.is árið 2021.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“