fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. desember 2024 11:04

Taleb al-Abdulmohsen. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldamorðin í Magdeburg að kvöldi 20. desember höfðu á sér yfirbragð hryðjuverks öfgaíslamista, en sú aðferð að keyra bíl í gegnum mannmergð er þekkt hryðjuverkaaðferð á Vesturlöndum frá seinni árum. Sá sem grunaður er um árásina og er í haldi lögreglu, Taleb al-Abdulmohsen, er hins vegar yfirlýstur andstæðingur Íslams.

Taleb al-Abdulmohsen er fimmtugur að aldri og er frá Sádi-Arabíu. Hann flúði þaðan til Þýskalands árið 2006. Hann fékk alþjóðlega vernd í Þýskalandi árið 2016. Al-Abdulmohsen starfaði sem geðlæknir í Madgeburg. Hann hafði fyrir löngu gengið af íslamstrú og predikaði gegn henni. Varað hafði verið við skrifum hans á X, þar sem hann fór hörðum orðum um Íslam og sakaði Þýskaland um áform um að íslamsvæða Evrópu. Al-Abdulmohsen var jafnframt stuðnings maður AfD, hægri flokks sem beitir sér gegn innflytjendum.

Fjórar fullorðnar konur og eitt barn létust í árás Al-Abdulmohsen sem ók BMW í gegnum mannmergð á jólamarkaði í miðborg Madgeburg í Austur-Þýskalandi. Yfir 200 slösuðust, þar af 49 alvarlega. Mörgum mannslífum var bjargað á háskólasjúkrahúsinu í Madgeburg, þar sem Íslendingurinn Henning Busk starfar sem skurðlæknir.

Sjá einnig: Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Mótmæli gegn Íslam og innflytjendastefnu stjórnvalda hafa verið haldin í Magdeburg í kjölfar ódæðisins en staðreyndin er þó sú að Taleb al-Abdulmohsen var kunnur af öfgafullumskoðunum sínum í garð Íslams. Því hefur verið haldið fram að þær skoðanir hans hafi verið yfirvarp en ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar.

BBC greinir frá því að Taleb al-Abdulmohsen hafi verið undir eftirliti lögreglu vegna öfgaskoðana sinna fyrir um ári síðan. Meðal annars fékk þýska lögreglan viðvaranir um hann frá stjórnvöldum í Sádí-Arabíu.

Frá mótmælum gegn innflytjendum í Madgeburg í kjölfar árásarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Staðfesta komu Asensio
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðbjörg segir að koma leðurblökunnar hingað til lands veki ýmsar spurningar

Guðbjörg segir að koma leðurblökunnar hingað til lands veki ýmsar spurningar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið