Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur opinberað hverjir verða fjórir ráðherrar flokksins. Einn þeirra er utanþingsráðherra.
Vísir greinir frá þessu.
Þorgerður Katrín sjálf verður utanríkisráðherra. Daði Már Kristófersson, varaformaður flokksins, verður fjármála og efnahgasmálaráðherra en hann situr ekki á þingi. Hanna Katrín Friðriksson, verður atvinnuvegaráðherra og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður dómsmálaráðherra.
Sigmar Guðmundsson verður þingflokksformaður Viðreisnar.