fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

DV Matur
Laugardaginn 21. desember 2024 14:30

Sum matvæli eiga alls ekki heima í ísskáp

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laukar, kartöflur, engifer og bananar eru dæmi um matvæli sem þú átt ekki að geyma í ísskáp og geta hreinlega skemmst ef sá geymslustaður er valinn.

Daily Mail fjallaði um málið í vikunni og vísaði í ráðleggingar indverska næringafræðinginn Jhanvi Sanghvi.

Sú sagði að rakin í hefðbundnum laukum gerði það að verkum að þar væri kjöraðstæður fyrir myglusveppagró að dafna. Það sama gildir um hvítlauk sem hreinlega skemmist hraðar í ísskápnum. Lauk og hvítlauk ætti því frekar að geyma á þurrum, dimmum og köldum stað.

Einnig ætti að forðast að geyma kartöflur í ísskáp.

Kartöflur eiga ekki að fara í ísskápinn.

Í fyrsta lagi hefur það áhrif á bragðið. Kuldinn gerir að verkum að sterkjan sem er í kartöflunum umbreytist hraðar í sykur sem hefur áhrif á bragðið. Á sama tíma molnar hún og mjölið verður meira áberandi þegar kemur að bragðinu og áferðinni.

Sanghvi heldur því einnig fram að það að geyma kartöflur í ísskáp geti hreinlega reynst hættulegt. Þegar sterkjan umbreytist í sykur þá verða ákveðin efnahvörf sem geta haft skaðleg áhrif þegar kartöflurnar eru eldaðar að hennar sögn. Efnasambandið sem myndast kallast Acrylamide og er talið krabbameinsvaldandi. Rétt er að geta þess þó að fræðimenn eru ekki allir sannfærðir um þessa kenningu.

Þá ættu bananar ekki að koma nálægt ísskápnum því ávöxturinn ljúffengi skemmist hratt í þeim aðstæðum. Það sama gildir um engiferrót, kuldinn þurrkar upp rótina og gerir það að verkum að ferskleiki hennar og bragð tapast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng