fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. desember 2024 17:00

Eðlilega grípur fólk til lyklaborðsins við myndun ríkisstjórnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynnt í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Eins og vanalega hlupu Íslendingar að lyklaborðinu við það tilefni. Almennt virðist vera ánægja og bjartsýni á samfélagsmiðlum með nýja ríkisstjórn og hennar stefnumál.

 

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokks og Samfylkingar, er hæstánægður með nýja ríkisstjórn.

„MISSION ACCOMPLISHED! – Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag,“ segir Össur. „Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum. Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“

Viðar Eggertsson leikstjóri

Myndun nýrrar ríkisstjórnar þann 21. desember, við vetrarsólstöður, er táknrænt. Á það minnist leikstjórinn Viðar Eggertsson.

„Í dag hækkar sólin á himninum,“ segir Viðar. „Það eru bjartari tímar framundan. Til hamingju, kæra þjóð!“

 

Það gerir einnig fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson.

„Það er nokkuð smart að valkyrjur kynni nýja ríkisstjórn á vetrarsólstöðum, á þessum hvarfpunkti þegar myrkrið byrjar að víkja fyrir hækkandi sól. Þetta er forn hátíðisdagur og stærri en þeir sem smokrað var í síðari tíma dagtöl,“ segir hann. Segist hann eftir að lúslesa stjórnarsáttmálann en segir klókt að skipa utanþingsráðherra í fjármálaráðuneytið úr akademíunni. „Það er rétt að óska ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur velfarnaðar, svona á fyrsta degi. Væntanlega koma margir dagar síðar þar sem ég gagnrýni hennar verk – þekki ég mig rétt,“ segir hann.

 

Faðmlag Kristrúnar, Þorgerðar og Ingu á fundinum vakti mikla athygli. Á þetta minnist Diljá Ámundadóttir Zoega, nýr varaþingmaður Viðreisnar.

„Faðmlag segir meira en 1000 orð,“ segir Diljá. „Fallegt upphaf nýrrar ríkisstjórnar.“

 

Píratinn Björn Leví Gunnarsson, sem datt af þingi í nýafstöðnum kosningum, er ánægður með að Viðreisn hafi skipað fjármálaráðherra utan þings, það er Daða Má Kristófersson, varaformann flokksins sem er jafn framt hagfræðingur.

„Rosalega góð ákvörðun að fá utanþingsráðherra í fjármálaráðuneytið,“ segir Björn Leví. „Það þýðir að það ráðuneyti verður minna pólitískt og fagráðuneytin fá að bera meiri ábyrgð á fjármálum sínum.“

Andrés Ingi Jónsson fyrrverandi þingmaður.

Annar Pírati, Andrés Ingi Jónsson, segir upphafið lofa góðu.

„Kristrún sagði að stjórnarmyndunarviðræður hefðu einkennst af trausti og virðingu og þannig ætluðu flokkarnir að vinna áfram saman. Áran yfir þessari frumsýningu nýrrar ríkisstjórnar lofar góðu,“ segir hann.

 

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, er einnig ánægð. Jafn vel þó að hennar flokkur hafi einnig horfið af þingi.

„Mér hlýnar í hjartanu að sjá hvað þetta fer vel af stað hjá nýrri ríkisstjórn. Svo knúsuðust þær eftir undirritunina í stað þess að rétta fram karllæga spaðann. Falleg nýbreytni sem ég vona að sé komin til að vera,“ segir Líf. „Gangi þeim allt að sólu – það þarf sterk bein til að þola góða daga.“

 

Reynir Traustason, sem hverfur brátt úr ritstjórastóli Mannlífs, er ánægður með fjölda kvenna í ríkisstjórninni. En af 11 ráðherrum eru 7 konur. Þá verður forseti Alþingis einnig kona, Þórunn Sveinbjarnardóttir.

„Feðraveldinu bylt. Djöfull er ég ánægður með þessa ríkisstjórn,“ segir Reynir.

 

Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri, er ánægður með krónu og Evrópumálin í stjórnarsáttmálanum.

„Jæja, það sem ég tek jákvætt út úr þessu er:

  1. Það á að fá erlenda sérfræðinga til að segja okkur hvað krónan kostar m.v. Evru.

2.Það á að leyfa þjóðinni að „kíkja í pakkann“.

Reyndar vitum við að:

  1. Krónan kostar ca. 2% hærri vexti og hundruð milljarða í viðskiptakostnaði, en það þarf erlenda sérfræðinga til að staðfesta það.
  2. Um 70% vilja kíkja í pakkann, en það þarf að staðfesta það í þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Sævar Þór Jónsson lögmaður.

Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson beinir orðum sínum til Ásthildar Lóu Þórsdóttur, nýs mennta- og barnamálaráðherra Flokks fólksins.

„Til hamingju með nýtt starf og nýja stöðu, mín kæra. Það hefði farið á betur ef forysta annars flokks hefði séð sér fært að nýta krafta þína og dugnað betur,“ segir Sævar Þór en greinir ekki frá því hvaða flokk er um að ræða. „Megi Guð og gæfa fylgja þér í nýju starfi sem ráðherra.“

 

Eva Hauksdóttir, lögmaður, er orðin þreytt á breytingu ráðuneytanna, sem virðist vera orðin lenska í íslenskum stjórnmálum.

„Ef ég yrði einvaldur yfir Íslandi yrði mitt fyrsta verk að banna þetta hringl með skipan ráðuneyta og nöfn þeirra,“ segir Eva.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“
Fréttir
Í gær

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“