fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fréttir

Zelenskyy vill senda neyðaraðstoð til Sýrlands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. desember 2024 06:11

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur beðið ríkisstjórn sína um að koma upp birgðateymum sem eiga að starfa með alþjóðasamtökum við að koma mat til Sýrlands í kjölfar falls einræðisstjórnar Bashar al-Assad.

Zelenskyy skýrði frá þessu á X og sagði að ríkisstjórnin sé samstíga í hvaða aðgerðir verður ráðist varðandi Sýrland, aðallega á mannúðarsviði og varðandi öryggismál til að tryggja að jafnvægi komist á í landinu.

„Við erum reiðubúin til að hjálpa Sýrlandi við að koma í veg fyrir matvælaskort,“ skrifaði forsetinn.

Úkraína er einn stærsti útflytjandi korns í heiminum og hefur selt mikið af hveiti og maís til Miðausturlanda en þó ekki til Sýrlands.

Undir stjórn Assad fluttu Sýrlendingar inn matvæli frá Rússlandi en sá innflutningur hefur nú stöðvast í kjölfar falls einræðisstjórnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“
Fréttir
Í gær

Eru matvöruverslanir að eiga verðsamráð í gegnum fjölmiðla? – Samkeppniseftirlitið varar fyrirtæki við

Eru matvöruverslanir að eiga verðsamráð í gegnum fjölmiðla? – Samkeppniseftirlitið varar fyrirtæki við
Fréttir
Í gær

Nágrannadeilur í Laugardal – Sakaði nágrannann um að reisa hættulega girðingu

Nágrannadeilur í Laugardal – Sakaði nágrannann um að reisa hættulega girðingu