Zelenskyy skýrði frá þessu á X og sagði að ríkisstjórnin sé samstíga í hvaða aðgerðir verður ráðist varðandi Sýrland, aðallega á mannúðarsviði og varðandi öryggismál til að tryggja að jafnvægi komist á í landinu.
„Við erum reiðubúin til að hjálpa Sýrlandi við að koma í veg fyrir matvælaskort,“ skrifaði forsetinn.
Úkraína er einn stærsti útflytjandi korns í heiminum og hefur selt mikið af hveiti og maís til Miðausturlanda en þó ekki til Sýrlands.
Undir stjórn Assad fluttu Sýrlendingar inn matvæli frá Rússlandi en sá innflutningur hefur nú stöðvast í kjölfar falls einræðisstjórnarinnar.