fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. desember 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík bað Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair afsökunar á því að hafa sagt í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark að það væri ótrúlegt að markaðsaðilar teldu meira öryggi fólgið í því að lána flugfélaginu fé en borginni þar sem Icelandair færi í greiðsluþrot á 10 ára fresti. Bogi greinir frá þessu í nýjasta þætti hlaðvarpsins en Einar lét ummælin falla í þessu sama hlaðvarpi í haust.

Það var Viðskiptablaðið sem vakti fyrst fréttamiðla athygli á þessu.

Þegar Bogi var spurður um ummæli Einars í þættinum spurðu umsjónarmenninir, Leifur Þorsteinsson og Birkir Karl Sigurðsson, hvort borgarstjórinn ætti að líta í eigin barm:

„Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig afsökunar í símtali, enda er þetta kolrangt hjá honum. Icelandair hefur bara ekkert „defaultað“ (farið í greiðsluþrot, innsk. DV). Hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu sem er meira en mörg flugfélög geta sagt. Icelandair er mjög stolt af því og mjög stolt af þessari löngu og sterku sögu þannig að það sem Einar sagði er kolrangt.“

Umsjónarmennirnir lýstu þá ánægju sinni með að þátturinn þeirra hefði slík áhrif að borgarstjórinn væri að hringja í forstjóra Icelandair og biðjast afsökunar.

Annar Einar sagði það sama

Rifjuðu þá umsjónarmennirnir upp að Einar Örn Ólafsson forstjóri Play hefði verið gestur í þættinum skömmu á undan borgarstjóranum, nafna sínum, og hafi sagt það sama um Icelandair, að félagið færi í greiðsluþrot á 10 ára fresti. Sögðu þeir Einar Örn hafa sagt að Icelandair hefði ósanngjarnt samkeppniforskot á sitt fyrirtæki m.a. með vildarkerfi ríkisstarfsmanna. Bogi vísaði ummælum kollega síns alfarið á bug:

„Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair sé búið að fá ríkisstyrki og þess háttar. Ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari miklu og löngu flugsögu hérna á Íslandi en ég fór aðeins yfir það varðandi Covid að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgð á lánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, flest flugfélög hérna í kringum okkur fengu beina fjármuni. Það sem var gert hérna á Íslandi var svona með öðrum hætti og bara mjög skynsamlegt.“

Segir Bogi að fullyrðingar um að Icelandair hafi í gegnum tíðina, líka þegar félagið hét Flugleiðir, verið styrkt reglulega af íslenska ríkinu séu rangar. Vill hann ennfremur meina að það samkeppnisforskot sem félagið hefur stafi af öflugum innviðum, miklum mannauði og umfangsmiklu leiðakerfi og allt þetta hafi félagið byggt upp sjálft.

Þáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars Þorsteinssonar hefjast þegar 1 klukkustund og 12 mínútur eru liðnar af þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu