fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fréttir

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. desember 2024 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trompetleikarinn Baldvin Oddsson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið eftir að hann rak 99 starfsmenn, eða um 90 prósent af starfsliði sínu, fyrir að skrópa á morgunfundi. Baldvin gefur þó lítið fyrir gagnrýnina og segir uppsagnirnar hafa verið skynsamar fyrir rekstur hans. Baldvin rekur fyrirtækið The Musicians Club í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í sölu á hljóðfærum og tengdum varningi. Heimildin fjallar um málið í dag.

Fyrrum starfsmaður vakti athygli á málinu á Reddit og deildi þar skilaboðum sem Baldvin hafði sent starfsliði sínu, sem samanstóð af bæði verktökum og fastráðnum starfsmönnum.

„Þið öll sem ekki mættuð á fundinn í morgun, lítið á þetta sem formlega tilkynningu – þið eruð öll rekin,“ skrifaði Baldvin á Slack-síðu vinnustaðarins. Hann sagði að starfsfólk hafi vanefnt ráðningasamning sinn með því að mæta ekki á fundina sem þeim bar að mæta á. Af 110 starfsmönnum hefðu bara 11 mætt. „Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta líf ykkar, til að leggja hart að ykkur og vaxa. Engu að síður hafið þið sýnt mér að þið takið þessu tækifæri ekki alvarlega. Af 110 starfsmönnum mættu bara 11 í morgun. Þessir 11 halda vinnunni. Hinum ykkar hefur verið sagt upp störfum. Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins.“

Fyrrum starfsmenn tjáðu sig á Reddit og sögðust aldrei hafa fengið fundarboð. Einn lýsti því að hann hefði einmitt hafið störf þennan örlagaríka dag. Hann hafi ekki fengið boð um að mæta á fundinn heldur bara reiðilesturinn frá Baldvin. Í kjölfarið hafi hann fundað með hópstjórum fyrirtækisins sem vöruðu við forstjóranum – hann væri hræðilegur yfirmaður sem hataði starfsfólk sitt. Svo starfsmaðurinn ákvað að láta gott heita, skráði sig út af vinnuspjallinu og ákvað að vara við fyrirtækinu á Reddit.

„Það fór allt á hliðina. Það voru sumir þarna sem höfðu unnið með forstjóranum árum saman og voru ekki varaðir við því að þetta myndi gerast. Stærsti vandinn var að starfsmennirnir voru ólaunaðir og í fjarvinnu. Allir voru með ólíka dagskrá og það var erfitt að negla niður nákvæma mætingartíma – og þetta var það sem forstjórinn var svona ósáttur með.“

Starfsmennirnir voru flestir nemar og fengu ekki launað fyrir störf sín og flestir voru í hlutastarfi. Starfsmenn segja að Baldvin hafi byggt rekstur sinn á ókeypis vinnuframlagi nema í fjarvinnu, þetta sé fáránlegt viðskiptalíkan, sérstaklega þegar starfsfólk fær svona yfirgengilegar skammir fyrir framlag sitt.

Tónlistarmiðillinn MusicTech hefur heyrt hljóðupptöku frá nokkrum fundum fyrirtækisins sem og skjáskot af samræðum á Slack. Þar megi sjá marga starfsmenn lýsa yfir sárum vonbrigðum með uppsagnirnar.

Baldvin segir í yfirlýsingu á LinkedIn að hann hafi fengið yfirþyrmandi athygli út af málinu – bæði jákvæða og neikvæða. Þó að sumir ætli sér að slaufa honum þá verði þeim ekki kápan úr því klæðinu. Viðskipti hafi blómstrað sem aldrei fyrr og starfsumsóknum rigni inn.

„Að reka þetta fólk var rétt ákvörðun fyrir rekstur okkar og við erum sterkari sem aldrei fyrr.“

Baldvin er hæfileikaríkur trompetleikari sem vakti ungur mikla athygli. Hann leik einleikaraprófi 15 ára og árið 2015 sigraði hann einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, svo fáein dæmi séu tekin. Hann hefur eins komið að kennslu og kennt við virta listaháskólann Julliard í New York. Hann stofnaði The Musicians Club árið 2023.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni
Fréttir
Í gær

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti
Fréttir
Í gær

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu
Fréttir
Í gær

Viðræður um kaup Heimildarinnar á Mannlífi langt komnar – Tveir hætta í stjórn vegna ákvörðunarinnar

Viðræður um kaup Heimildarinnar á Mannlífi langt komnar – Tveir hætta í stjórn vegna ákvörðunarinnar
Fréttir
Í gær

Þrír drengir á unglingsaldri réðust á tíu ára dreng við Rimaskóla – „Hann er mjög aumur í maganum og enn þá í miklu sjokki“

Þrír drengir á unglingsaldri réðust á tíu ára dreng við Rimaskóla – „Hann er mjög aumur í maganum og enn þá í miklu sjokki“