AP fréttastofan skýrir frá þessu og byggir á viðtölum við tvo liðhlaupa, þrjá úkraínska lögmenn og tólf úkraínska embættismenn og yfirmenn í hernum.
AP segir að þessi mikli liðflótti úr hernum eigi sér stað á sama tíma og Úkraínumenn hafi meiri þörf en nokkru sinni fyrir mannskap.
Sumir fara í sjúkraleyfi og snúa aldrei aftur á vígvöllinn. Aðrir neita að hlýða skipunum yfirmanna sinna og það gerist einnig í miðjum bardögum.
Frá því að stríðið braust út hafa rúmlega 100.000 úkraínskir hermenn verið kærðir fyrir að gerast liðhlaupar. Tæpur helmingur þeirra hljópst undan merkjum á síðustu tólf mánuðum.