Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins að loknum kosningum en hann hlaut 20,8% atkvæða og 15 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn kom þar skammt á eftir með 19,4% fylgi og svo Viðreisn með 15,8%.
Þorgerður staðfesti einnig í samtali við mbl.is þegar hún kom til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að hún hefði rætt við Kristrúnu.
„Við Kristrún höfum aðeins talað saman já, á milli pallborða og setta hjá ykkur,“ sagði Þorgerður.
Talið er líklegast að Samfylkingin og Viðreisn fari saman í ríkisstjórn og taki þá hugsanlega Flokk fólksins með sér.