fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Segja tálbeituaðgerðina gegn Gunnari hafa heppnast vel

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube, og íslensk og erlend náttúruverndarsamtök stóðu að baki tálbeituaðgerð sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni fyrrverandi formanni Félags hrefnuveiðimanna, syni Jóns Gunnarssonar fyrrum dómsmálaráðherra.

Heimildin afhjúpaði málið þann 11. nóvember, en á upptökum teknum af huldumanni sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, full­yrð­ir Gunnar að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til að veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.

Sjá einnig: Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum:„Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“

Upptökurnar voru teknar upp á Edition-hótelinu þar sem huldumaðurinn og Gunnar sátu saman að kvöldverði. Til Heimildarinnar rötuðu myndbandsupptökur sem virðast hafa verið tekin upp á tveimur fundum Gunnars með manninum sem hann taldi erlendan fjárfesti á höttunum eftir milljarða viðskiptatækifærum á Íslandi.

Í umfjöllun ísraelska fjölmiðilsins Ynetnews í gær er rætt við Giora Eiland ráðgjafa fyrir Black Cube og fyrrverandi formann öryggisráðs Ísraelsríkis. Þar kemur fram að náttúruverndarsamtökin hafi sett sig í samband við Black Cube fyrir nokkrum mánuðum síðan til að rannsaka meinta spillingu sem tengdist íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. Undirbúningur Black Cube fólst í umfangsmikilli rannsóknarvinnu. 

Giora Eiland

„Og svo gerðum við það sem við gerum sem fyrirtæki í öllum verkefnum,“ útskýrir Eiland. „Ítarleg og nákvæm rannsókn á netinu, mannmiðuð rannsókn á vinum, fjölskyldumeðlimum, samstarfsfólki og leit að einhverri glufu. Þegar við finnum hana vekjum við eitt af skuggafyrirtækjum okkar og sendum fulltrúa okkar, sem er reiprennandi í tungumáli viðfangsefnisins og kann að ná fram þeim upplýsingum sem viðfangsefnið býr yfir, á vettvang. Í þessu verki vissum við að það var Gunnar, sem er sjálfsöruggur og hefur tilhneigingu að slá um sig.“

Í umfjölluninni kemur fram að aðgerð Black Cube heppnaðist einstaklega vel. Gunnar hafi verið fljótur að upplýsa um djúpstæð tengsl fjölskyldu sinnar við hvalveiðipólitík og atvinnulíf, og hvernig fjölskylda hans myndi njóta góðs af. Málið hafi vakið mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum og stöðvað allar umræður um hvalaveiðileyfi. „Þetta er góð tilfinning. Þetta var vel heppnuð aðgerð og enginn á Íslandi mun tala um hvalaveiðileyfi í bráð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar