Fimmta greinin kveður á um að árás á eitt bandalagsríki, jafngildi árás á þau öll og eru þau skuldbundin til að koma hvert öðru til aðstoðar ef til þess kemur.
Hann sagðist reikna með að staðan muni versna enn frekar og að lokum geti þetta endað með hernaðarátökum við Rússland.
„Kreml lítur á Þýskaland sem óvin. Við eigum í beinum átökum við Moskvu,“ sagði Kahl að sögn Reuters.