Hunter átti þungan dóm yfir höfði sér en hann játaði skattalagabrot í september síðastliðnum og var þar að auki tekinn með fíkniefni og skotvopn í sumar. Hann átti allt að 17 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir skattalagabrotið og 25 ára fangelsi fyrir vopnalagabrotið.
Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa ákvörðun forsetans og hafa hátt settir aðilar innan Demókrataflokksins meðal annars gagnrýnt hana.
Jared Polis, ríkisstjóri Colorado, segir að Joe Biden hafi sett hagsmuni fjölskyldu sinnar fram yfir hagsmuni bandarísku þjóðarinnar. „Þetta skapar slæmt fordæmi og möguleikann á því að þetta kerfi verði misnotað af komandi forsetum,“ segir Polis.
Donald Trump, sem tekur við að Biden í janúar næstkomandi, spurði hvort náðunin næði einnig til þeirra sem voru dæmdir fyrir uppþotin í og við bandaríska þinghúsið í Washington þann 6. janúar 2021. Segir Trump að þetta sé ekkert annað en misnotkun á valdi.
Joe Biden sagði í yfirlýsingu í gær að ákvörðunin um náðun kæmi til þar sem Hunter hefði sótt pólitískum ofsóknum í málinu þar sem andstæðingar forsetans hefðu haft sig mikið í frammi.