fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. desember 2024 14:00

Skoðanakannanir eru gjarnan á milli tannana á fólki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakannanir vanmátu fylgi Flokks fólksins um næstum 3 prósent að meðaltali rétt fyrir kosningar. Píratar voru ofmetnasti flokkurinn. Lokakönnun Gallup var sú sem komst næst kosningunum.

DV gerði óformlega könnun á því hvernig síðustu skoðanakannanir rímuðu við kosningaúrslitin. Það er hjá Gallup, Maskínu, Prósent og Félagsvísindastofnun. Einnig kosningaspá Metils.

Vanmátu Flokk fólksins um allt að 5 prósentum

Að meðaltali var fylgi Flokks fólksins vanmetið um 2,975 prósent í könnunum, mest hjá Maskínu um 4,7 prósent. Félagsvísindastofnun vanmat flokkinn um 3,3 prósent, Prósent um 2,7 en Gallup um 1,2 prósent. Flokkur fólksins var sá flokkur sem könnunarfyrirtækin náðu verst að mæla.

Lokakönnun Prósents

Sjálfstæðisflokkurinn var næst vanmetnasti flokkurinn. Að meðaltali var fylgi hans vanmetið um 1,8 prósent. Hér var það Prósent sem var lang lengst frá niðurstöðunni, könnun þeirra sýndi flokkinn með 14,7 prósent en niðurstaðan var 19,4. Það er 4,7 prósenta munur. Könnun Félagsvísindastofnunar stingur hins vegar í stúf því þar var fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið um 0,3 prósent.

Þriðji og síðasti flokkurinn sem var vanmetinn í könnunum var Miðflokkurinn. Að meðaltali var hann vanmetinn um slétt 1 prósent, mest  hjá Félagsvísindastofnun, eða um 2 prósent.

Framsókn á núllinu

Könnunarfyrirtækin komust næst því að meta fylgi Framsóknarflokksins. Flokkurinn var ofmetinn hjá Maskínu og Félagsvísindastofnun en vanmetinn hjá Gallup og Prósent. Meðaltalið var hins vegar 7,8 prósent, sem er nákvæmlega það sem flokkurinn fékk í kosningunum.

Fylgi Samfylkingarinnar var nokkuð rétt metið. Flokkurinn var aðeins ofmetinn um 0,425 prósent, mest hjá Félagsvísindastofnun um 1,1 prósent. Hjá Gallup var hann vanmetinn um 0,8 prósent.

Sósíalistar og Píratar verulega ofmetnir

Vinstri græn voru ofmetin um 0,825 prósent, mest hjá Maskínu um 1,6. Ofmat Viðreisnar var litlu meira, eða 0,9 prósent. Báðir þessir flokkar voru hins vegar vanmetnir í könnun Félagsvísindastofnunar. Þá má nefna að fylgi Lýðræðisflokksins var lítillega ofmetið einnig, eða um 0,2 prósent að meðaltali en flokkurinn fékk aðeins 1 prósent í kosningunum.

Lokakönnun Félagsvísindastofnunar

Sósíalistaflokkurinn var ofmetinn um 1,3 prósent, mest hjá Félagsvísindastofnun sem sýndi flokkinn vel inni á þingi með 6,1 prósenta fylgi.

Ofmetnasti flokkurinn í skoðanakönnunum var hins vegar Píratar sem voru að mælast með að meðaltali 1,875 prósenta hærra fylgi en þeir fengu á endanum.

Metill vanmat Samfylkinguna verulega

Fyrirtækið Metill birti einnig kosningaspá daginn fyrir kjördag. Þar var reiknað út hærri og lægri mörk sem og miðgildi út frá ákveðnum forsendum. Metill vanmat Samfylkinguna mest, eða um 2,4 prósent, þegar litið er til miðgildisins.

Metill spáði að Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn sem varð ekki raunin, en var mjög nálægt því að spá rétt fyrir um fylgi hans. Það er 19,3 prósent þegar úrslitin voru 19,4.

Eins og kannanafyrirtækin ofmat Metill fylgi Pírata mest, eða um 1,7 prósent.

Gallup næst niðurstöðu en Prósent fjærst

Ef skoðað er hversu mikill munurinn á lokakönnunum og niðurstöðum alþingiskosninga sést að munurinn var minnstur hjá Gallup. Það er samanlagt 9,9 prósent. Munurinn hjá Félagsvísindastofnun var 13,7 prósent, hjá Maskínu 14,5 prósent og hjá Prósent 17,3.

Munurinn á miðgildi kosningaspár Metils og niðurstöðum kosninga var samanlagt 9,7 prósent.

Athugið að framkvæmdatími kannana var ekki nákvæmlega sá sami. Er hann eftirfarandi:

Prósent: 25.-28. nóvember

Maskína: 28.-29. nóvember

Gallup: 23.-29. nóvember

Félagsvísindastofnun: 28.-29. nóvember

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum
Fréttir
Í gær

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið
Fréttir
Í gær

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“