fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. desember 2024 20:30

Friðrik Ómar Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður lenti í óskemmtilegri reynslu á fimmtudag. Deilir hann reynslu sinni öðrum til varnaðar:

„Daginn fyrir frumsýningu náttúrlega með hausinn út um allt og svona og kannski ekki alveg að hugsa rökrétt. Ég átti von á sendingu frá Asos, sem selur föt á netinu. Sendingin var komin til landsins og var í tollinum og ég átti greinilega eftir að fylla út einhverjar upplýsingar, var beðinn um heimilisfang aftur og endilega kortið líka. Og einhver aukakostnaður, 1400 kall, og ég set kortið inn og pin númerið og allt saman. Og fæ tilbaka að greiðslan fór ekki í gegn, og ég geri þetta aftur, og geri þetta aftur og fjórum sinnum. Það endaði með því að út af kortinu mínu fóru 350 þúsund og af því ég gaf upp pin-númerið mitt þá fæ ég þær ekki endurgreiddar frá Mastercard. Þannig að passið ykkur, það er greinilega verið að hakka fólk og sendingar sérstaklega, og nú eru margir að fá sendingar fyrir jólin. Þannig að verið varkár og ekki gefa upp pin-númerið ykkar,“

segir Friðrik Ómar sem fékk sms með númeri sendingar, og átti eins og áður segir von á sendingu erlendis frá.

Svik á netinu hafa færst í auka síðustu ár. Á vef bankanna má nálgast ráð til að sporna við slíkum svikum. Neytendasamtökin hafa birt meðfylgjandi ráð til að varast slík svik. Sambærilegar ráðleggingar má finna á vefum bankanna og ráð að athuga heimasíðu þíns viðskiptabanka.

Ekki smella á hlekki

Mikið er um svikatölvupósta og SMS-skilaboð sem send eru í nafni þekktra fyrirtækja. Þetta geta verið tilkynningar um póstsendingu eða endurnýjun áskriftar, svo sem hjá Netflix. Aldrei ætti að smella á hlekki sem fylgja slíkum skilaboðum. Þeir leiða inn á vefsíður sem hafa verið settar upp í þeim eina tilgangi að blekkja og svíkja. Síðurnar líta út eins og um raunverulegt fyrirtæki sé að ræða en ef grannt er skoðað sést að vefslóðin sjálf er ekki rétt. Öruggast er að fara beint á vefsíður fyrirtækja með því að slá inn lénið – til dæmis www.posturinn.is – skrá sig inn og greiða gjaldið, nú eða hringja í fyrirtækið og spyrjast fyrir. Ef tilkynningin berst með tölvupósti má oft þekkja svikapósta á því að netfangið lítur furðulega út.

Staldraðu við

Það er algengt klækjabragð svikahrappa að reka á eftir fólki og bera við tímapressu. Slíkt ætti alltaf að vekja grunsemdir. Því er til dæmis hótað að sending verði endursend, eða áskrift falli niður, verði tiltekin upphæð ekki greidd undir eins. Það er afar ólíklegt að fyrirtæki hóti viðskiptavinum sínum með þessum hætti. Ef verið er að reka á eftir þér skaltu alltaf staldra við og skoða málið betur.

Tölvupóst- eða fyrirmælasvindl

Fyrirmælasvik beinast helst að fyrirtækjum og félagasamtökum. Starfsmaður fær sendan tölvupóst frá yfirmanni og er beðinn um að millifæra ákveðna upphæð sem allra fyrst. Hér er þó á ferðinni glæpamaður sem hefur brotist inn í tölvukerfið og sendir út falska tölvupósta í nafni yfirmanns. Svikin eru mjög vel útfærð og erfitt að sjá í gegnum þau. Besta vörnin er að hringja í þann sem biður um millifærsluna og fá staðfestingu, því í svona tilfellum eru tölvupóstar ekki öruggir.

Ef þú lendir í netsvikum skaltu tafarlaust hafa samband við bankann þinn og óska eftir hjálp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Þýskaland eigi í beinum átökum við Rússland

Segir að Þýskaland eigi í beinum átökum við Rússland
Fréttir
Í gær

Guðrún biskup fagnaði góðri kjörsókn en minnti á kjörstaðinn sem aldrei lokar

Guðrún biskup fagnaði góðri kjörsókn en minnti á kjörstaðinn sem aldrei lokar
Fréttir
Í gær

Barnaverndarnefnd viðurkenndi brot í tengslum við þáttinn Fósturbörn og greiddi sjö milljónir króna í miskabætur

Barnaverndarnefnd viðurkenndi brot í tengslum við þáttinn Fósturbörn og greiddi sjö milljónir króna í miskabætur