fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fréttir

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. desember 2024 14:30

Það er ódýrt en líka óumhverfisvænt að kaupa föt af Temu og Shein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð, Liberalerna, vilja banna innflutning á vörum frá ódýrum kínverskum netverslunum á borð við Temu og Shein. Þess í stað vill flokkurinn styrkja hringrásarhagkerfið.

Aftonbladet greinir frá þessu.

Frjálslyndi flokkurinn er hægri sinnaður flokkur sem situr í ríkisstjórn Ulf Kristersson. Hann er því langt frá því að vera áhrifalaus í málinu.

„Við viljum styrkja hringrásarhagkerfið og verslun með notuð föt og draga úr neyslu á ódýrum tískufatnaði sem er að aukast í Svíþjóð og er ekki hentug fyrir land með meðvituðum neytendum sem er umhugað um mannréttindi og loftslagið,“ sagði Romina Pourmokhtari, umhverfis- og loftslagsráðherra.

Romina Pourmokthari umhverfis- og loftslagsráðherra Svíþjóðar. Mynd/Getty

Hefur Frjálslyndi flokkurinn lagt til fjórar leiðir til að breyta um kúrs í þessum efnum. Ein leiðin er að banna innflutning frá verslunum á borð við Temu og Shein. Önnur að lækka virðisaukaskatt á notaðar vörur. Þriðja er bann á svokölluð eilífðarefni, eða PFAS efni, í fatnaði, en þau eru talin mjög skaðlega heilsu og umhverfi og tærast ekki í náttúrunni. Fjórða að gerð verði könnun á loftslagsáhrifum fatnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Arkitekt um þéttingarreiti í Reykjavík: „Ekki skrýtið að fólk sé að upplifa kulnun og streitu“

Arkitekt um þéttingarreiti í Reykjavík: „Ekki skrýtið að fólk sé að upplifa kulnun og streitu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ferðamaður varð fyrir líkamsárás

Ferðamaður varð fyrir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Marinó leggur til að eigendur atvinnuhúsnæðisins axli ábyrgð og kaupi húsið sem það skyggir á

Marinó leggur til að eigendur atvinnuhúsnæðisins axli ábyrgð og kaupi húsið sem það skyggir á
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar foxillur út í Kvikmyndasjóð út af leti ráðgjafa – „Hvorugur er reyndar þekktur af merkilegum framlögum á sviði kvikmynda“

Einar foxillur út í Kvikmyndasjóð út af leti ráðgjafa – „Hvorugur er reyndar þekktur af merkilegum framlögum á sviði kvikmynda“
Fréttir
Í gær

Siðfræðingurinn Stefán Einar sýknaður hjá siðanefnd

Siðfræðingurinn Stefán Einar sýknaður hjá siðanefnd
Fréttir
Í gær

SVEIT með aðra yfirlýsingu og sakar Eflingu um Íslandsmet í óhróðri – Virðing þegir þunnu hljóði

SVEIT með aðra yfirlýsingu og sakar Eflingu um Íslandsmet í óhróðri – Virðing þegir þunnu hljóði