Morgunblaðið greinir frá því að öllum gestum Hagkaupa í Kringlunni hafi verið vísað út rétt í þessu og tjáð að kviknað væri í verslunarmiðstöðinni. Viðvörunarhljóð eru sögð heyrast á vettvangi. Að sögn mbl.is hafði slökkviðiliðinu á höfuðborgarsvæðinu ekki verið gert viðvart.
Uppfært: – Engin hætta reyndist á verð. Gestum var tjáð að eldur væri laus en það reyndist ekki rétt og er nú starfsemi í Hagkaup hafin að nýju eins og ekkert hafi í skorist.