Stefán Ólafsson, prófessor emeritus í félagsfræði, bendir á að þegar fólk og samtök á hægri væng stjórnmálanna gagnrýna háa skatta á Íslandi gleymi þessir sömu aðilar að nefna að álögurnar eru í lægsta falli hvað varðar þá ríkustu í samfélaginu okkar.
Stefán skrifar á Facebook: „Hægri pressan, Viðskiptaráð, SA og hægri pólitíkin tala mikið um að skattar séu háir á Íslandi. Það á þó ekki við um skatta á þá tekjuhæstu og eignamestu, fjármagn og fyrirtæki. Þar er Ísland í hópi þeirra OECD-ríkja sem hafa einna lægstu skattbyrðina.“
Stefán birtir mynd máli sínu til stuðnings þar sem sjá má hámarksálagningu á arðgreiðslur til hluthafa í fjölda landa. En þar er Ísland meðal þeirra þjóða sem skattleggja arðgreiðslur minnst.
„Um 70% fjármagnstekna koma í hlut tekjuhæstu tíu prósentanna. Lág skattlagning fjármagnstekna hér er þannig skattaafsláttur til þeirra tekjuhæstu.“
Álagning sé eins fremur lág á Íslandi hvað varðar hagnað fyrirtækja og hvað varðar þá einstaklinga sem fá hæstu tekjurnar.
„Með því að færa skattlagningu þeirra ríkustu í átt að því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum þá gengi okkur betur að halda úti viðunandi velferðarkerfi.“