fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fréttir

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, prófessor emeritus í félagsfræði, bendir á að þegar fólk og samtök á hægri væng stjórnmálanna gagnrýna háa skatta á Íslandi gleymi þessir sömu aðilar að nefna að álögurnar eru í lægsta falli hvað varðar þá ríkustu í samfélaginu okkar.

Stefán skrifar á Facebook: „Hægri pressan, Viðskiptaráð, SA og hægri pólitíkin tala mikið um að skattar séu háir á Íslandi. Það á þó ekki við um skatta á þá tekjuhæstu og eignamestu, fjármagn og fyrirtæki. Þar er Ísland í hópi þeirra OECD-ríkja sem hafa einna lægstu skattbyrðina.“

Stefán birtir mynd máli sínu til stuðnings þar sem sjá má hámarksálagningu á arðgreiðslur til hluthafa í fjölda landa. En þar er Ísland meðal þeirra þjóða sem skattleggja arðgreiðslur minnst.

„Um 70% fjármagnstekna koma í hlut tekjuhæstu tíu prósentanna. Lág skattlagning fjármagnstekna hér er þannig skattaafsláttur til þeirra tekjuhæstu.“

Álagning sé eins fremur lág á Íslandi hvað varðar hagnað fyrirtækja og hvað varðar þá einstaklinga sem fá hæstu tekjurnar.

„Með því að færa skattlagningu þeirra ríkustu í átt að því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum þá gengi okkur betur að halda úti viðunandi velferðarkerfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ferðamaður varð fyrir líkamsárás

Ferðamaður varð fyrir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svona lengi geta Úkraínumenn haldið út án aðstoðar frá Bandaríkjunum

Svona lengi geta Úkraínumenn haldið út án aðstoðar frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt
Fréttir
Í gær

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka