fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Svona lengi geta Úkraínumenn haldið út án aðstoðar frá Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. desember 2024 04:15

Úkraínskur hermaður stendur vörð yfir rússneskum stríðsföngum í Kursk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn reyna nú með aðstoð frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta, að undirbúa sig undir óvissa framtíð þegar Donald Trump tekur við forsetaembættinu. Trump hefur sagt að hann sé með áætlun um hvernig sé hægt að ljúka stríðinu í Úkraínu en hefur ekki látið neitt uppi um út á hvað þessi áætlun hans gengur.

Í nýlegu viðtali við Time Magazine sagði Trump að hann telji það snjallt að enginn viti með vissu hvað hann hefur í hyggju að gera varðandi stríðið í Úkraínu. „Um leið og ég skýri frá áætluninni, þá verður hún næstum gagnslaus,“ sagði hann.

En þetta skapar óvissu fyrir Úkraínumenn sem verða að bíða eftir að Trump taki við völdum þann 20. janúar næstkomandi.

Af þeim sökum reynir úkraínska ríkisstjórnin nú að undirbúa sig undir það sem er sagt vera versta hugsanlega sviðsmyndin – að verjast innrás Rússa án nokkurrar aðstoðar frá Bandaríkjunum.

„Ég held að við séu með nóg peningum, vopnum, flugskeytum og fallbyssukúlum til að berjast að minnsta kosti fyrri helming ársins 2025,“ sagði Serhii Marchenko, fjármálaráðherra Úkraínu, í samtali við El Pais.

Hann sagði einnig að Úkraínumenn þurfi að nýta tímann fram að valdatöku Trump mjög skynsamlega og halda samningaviðræðum áfram við lykilstuðningsaðila sína í Bandaríkjunum.

Eitt af því sem gerir að verkum að Úkraínumenn geta varist að minnsta kosti fyrri helming næsta árs, er það sem Biden hefur gert að undanförnu. Hann hefur bætt vel í hernaðaraðstoðina við Úkraínu og það einfaldlega af því að óvissutímar eru fram undan eftir valdatöku Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“
Fréttir
Í gær

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“