fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fréttir

Svona lengi geta Úkraínumenn haldið út án aðstoðar frá Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. desember 2024 04:15

Úkraínskur hermaður stendur vörð yfir rússneskum stríðsföngum í Kursk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn reyna nú með aðstoð frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta, að undirbúa sig undir óvissa framtíð þegar Donald Trump tekur við forsetaembættinu. Trump hefur sagt að hann sé með áætlun um hvernig sé hægt að ljúka stríðinu í Úkraínu en hefur ekki látið neitt uppi um út á hvað þessi áætlun hans gengur.

Í nýlegu viðtali við Time Magazine sagði Trump að hann telji það snjallt að enginn viti með vissu hvað hann hefur í hyggju að gera varðandi stríðið í Úkraínu. „Um leið og ég skýri frá áætluninni, þá verður hún næstum gagnslaus,“ sagði hann.

En þetta skapar óvissu fyrir Úkraínumenn sem verða að bíða eftir að Trump taki við völdum þann 20. janúar næstkomandi.

Af þeim sökum reynir úkraínska ríkisstjórnin nú að undirbúa sig undir það sem er sagt vera versta hugsanlega sviðsmyndin – að verjast innrás Rússa án nokkurrar aðstoðar frá Bandaríkjunum.

„Ég held að við séu með nóg peningum, vopnum, flugskeytum og fallbyssukúlum til að berjast að minnsta kosti fyrri helming ársins 2025,“ sagði Serhii Marchenko, fjármálaráðherra Úkraínu, í samtali við El Pais.

Hann sagði einnig að Úkraínumenn þurfi að nýta tímann fram að valdatöku Trump mjög skynsamlega og halda samningaviðræðum áfram við lykilstuðningsaðila sína í Bandaríkjunum.

Eitt af því sem gerir að verkum að Úkraínumenn geta varist að minnsta kosti fyrri helming næsta árs, er það sem Biden hefur gert að undanförnu. Hann hefur bætt vel í hernaðaraðstoðina við Úkraínu og það einfaldlega af því að óvissutímar eru fram undan eftir valdatöku Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Telja að þessi mynd frá Google Street View sé lykilsönnunargagn í morðmáli

Telja að þessi mynd frá Google Street View sé lykilsönnunargagn í morðmáli
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hatrammar nágrannaerjur um hávaxin tré á Digranesi fara fyrir Hæstarétt – Takast á um skuggavarp og náttúruunað

Hatrammar nágrannaerjur um hávaxin tré á Digranesi fara fyrir Hæstarétt – Takast á um skuggavarp og náttúruunað
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verðlag á mat og drykk 40% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu

Verðlag á mat og drykk 40% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pútín niðurlægður
Fréttir
Í gær

Framtíð Grindavíkur – fyrstu drög rammaskipulags kynnt

Framtíð Grindavíkur – fyrstu drög rammaskipulags kynnt
Fréttir
Í gær

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”