Faðir höfðaði mál gegn Reykjavíkurborg og tryggingafélaginu Sjóvá almennum vegna slyss sem sex ára sonur hans varð fyrir fyrir 11 árum síðan, þegar hann klemmdi fingur í hurðarfalsi í skóla og hlaut opið beinbrot.
Faðirinn krafðist viðurkenningu skaðabótaábyrgðar vegna slyssins, sem var mjög alvarlegt og þurfti drengurinn meðal annars að leita til lækna í Svíþjóð.
Slysið varð þann 28. október árið 2013. Drengurinn var í myndmenntastofu skólans og stóð við dyrnar með fingur vinstri handar í hurðarfalsi þegar nemandi á unglingsaldri sem leið á átti eftir ganginum fyrir utan sparkaði í hurðina með þeim afleiðingum að baug og litlifingur vinstri handar klemmdust. Var barnið sent með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítala.
Áverkarnir voru miklir á naglbeði beggja fingra og fram í góm og fingurkjúkurnar voru lafandi. Röntgenmynd sýndi brot yst í kjúkunum og brotið var opið. Fékk barnið verkjalyf, fingurnir voru deyfðir og gómar saumaðir saman en nögl litla fingurs fjarlægð að mestu.
Þurfti drengurinn að leita til lækna í Svíþjóð síðar. Hefur drengurinn kvartað undan kuldaóþoli, skertu skyni og hreyfitruflunum í fingrunum. Var varanleg örorka metin 4 prósent, eða 2 fyrir hvorn fingur.
Faðirinn gerði kröfu í nóvember árið 2014 á þeim grundvelli að hurðin hafi hvorki verið búin klemmuvörn né hurða stoppara. Einnig vildi hann meina að starfsmenn skólans hefðu ekki haft nægilegt eftirlit með drengnum. Sjóvá hafnaði hins vegar kröfunni á þeim grundvelli að aðbúnaður hafi ekki verið saknæmur og mistök starfsmanna hafi ekki átt sér stað. Slysið hafi verið ófyrirsjáanlegt.
Dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur sýknuðu Reykjavíkurborg og Sjóvá af kröfum föðursins en felldi niður málskostnað. Ekki hafi verið sýnt fram á að þurft hafi sérstakt eftirlit með syninum eða unglingnum sem sparkaði í hurðina. Ekki hafi heldur verið sýnt fram á að hurðin hafi verið vanbúin miðað við gildandi lög og reglugerðir.