fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. desember 2024 18:30

Sævar Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður segir það honum mikilvægt að njóta friðar og kyrrðar með fjölskyldu sinni um jólin. Hann rifjar upp jól bernsku sinnar og segist hafa upplifað mikinn kvíða um jólin vegna óreglur sem ríkti á heimili hans.

„Nú fara blessuðu jólin að ganga í garð en sá tími er mér mjög verðmætur. Það er mér heilög stund nú orðið að njóta friðar og kyrrðar með litlu fjölskyldu minni um jólin. Segjandi það þá er það ekki svo fyrir alla því þjáningar tengdar jólum er því miður staðreynd.“

Bendir Sævar Þór á að þó margir hafi það gott yfir hátíðarnar þá eru aðrir sem njóta þeirra ekki, vegna einmanaleika, öryggis, krafna og fleira. Í færslu sem Sævar Þór skrifar á Facebook segist hann sjá þess merki í starfi sínu.

„Við hin sem eigum góð og friðsæl jól þurfum stundum að minna okkur á það að svo er ekki fyrir alla. Fyrir suma er ýmist einmanaleikinn eða kröfurnar sem gerðar eru um jólin óbærilegar. Sumir búa við mikið óöryggi vegna erfiðra aðstæðna yfir hátíðarnar hvort sem það er vegna heimilisaðstæðna, veikinda eða fráfalls ástvina. Það er nú því miður svo að í mínu starfi sé ég greinilega merki um mikið ójafnvægi rétt fyrir jólin. Persónulega sé ég meiri neyslu á eiturlyfjum, drykkju og fráfall einstaklinga af eigin hendi þó það sé ekki hægt að fullyrða að svo sé meira um þennan tíma.“

Sævar Þór segist sem barn hafa upplifað mikinn kvíða um jólin „enda var óregla á mínu heimili sem slík yfir jól að það var varla nokkur aðili allsgáður rétt fyrir jólamatinn eða á meðan við opnuðum pakkana. Ég rifja þetta upp stundum þegar ég sé hvert hlutskipti sonar míns er miðað við mitt og hversu mikið jól skipta mig máli í dag sem fullorðinn maður miðað við þegar ég var barn. Það að vera barn sem upplifir einmanaleika og óþarfa kvíða yfir jólin vegna óreglu er óbærileg tilfinning sem er erfitt að lýsa fyrir öðrum og mjög margir eiga bágt með að trúa slíku,“ segir Sævar Þór.

Sævar Þór upplifði mikinn kvíða sem barn á jólunum.

Nefnir hann að börn sem alast upp við slíkar aðstæður bindast minningum með öðrum hætti en gengur og gerist. 

„Ég átti t.d. hluti eða hefðir sem ég hafði sjálfur búið til eða eignast sem voru tengdar góðum minningum frá þessum tíma. Þetta gátu verið ómerkilegir hlutir eins og gamall jólasveinn sem amma mín gaf mér eða eitthvað matarkyns. Þá varð þráhyggja um að ákveðnar persónulegar hefðir yrðu að ganga upp svo maður hefði eitthvað til að flýja í yfir jólin frá þeim nöturlega veruleika sem er að vera í kringum fólk sem var tilfinningalega fráhverft vegna óreglu sinnar. Það hafa fæstir séð hver minn raunveruleiki var sem barn, því tel ég mikilvægt að vera á varðbergi fyrir líðan annara í kringum okkur. Við eigum ekki að gefa okkur það að það sé sjálfgefið að líf allra sé eins friðsælt og gott og við viljum trúa. Gerum þessa hátíð að hátíð barna og þá kannski líka barnsins í sjálfum okkur.“ 

Óskar Sævar Þór að lokum gleðilegra jóla. „Kæru vinir og fjölskylda megi Guð og gæfa vera með ykkur yfir jólin, njótið ykkar með þeim sem eru ykkur næst og þið elskið.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“
Fréttir
Í gær

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“