fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Langflest vilja sjá ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. desember 2024 09:00

42 prósent vilja ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

42 prósent vilja sjá ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þetta er þrefalt fleiri en vilja sjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.

55 prósent voru sátt með úrslit alþingiskosninganna þann 30. nóvember en aðeins 27 prósent ósátt. 18 prósent voru hvorki sátt né ósátt. Nokkur munur var á kynjunum hvað þetta varðar en 60 prósent kvenna voru sátt en aðeins 50 prósent karla.

Ánægðastir voru kjósendur Samfylkingar og Viðreisnar, það er 90 prósent, en þar á eftir koma kjósendur Flokks fólksins með 82 prósent. Aðeins fleiri kjósendur Miðflokks voru sáttir en ósáttir, það er 39 prósent á móti 33. Ósáttastir voru kjósendur Pírata og Vinstri grænna, aðeins 24 og 18 prósent, en báðir flokkar hurfu af þingi.

Ríkisstjórnarmynstur

Einnig var spurt hvernig ríkisstjórn, þriggja flokka eða fleiri, svarendur vildu sjá. Langflestir, 42  prósent, vildu sjá ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem er einmitt sú sem verið er að reyna að mynda þessa dagana.

74 prósent Samfylkingarfólks vilja sjá þessa ríkisstjórn og 53 prósent kjósenda Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta var einnig vinsælasta stjórnarformið hjá kjósendum Sósíalistaflokksins og Pírata.

Næst flestir nefndu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks, en þó aðeins 14 prósent. 51 prósent Sjálfstæðismanna vilja þess konar stjórn, 41 prósent Miðflokksmanna en aðeins 6 prósent Viðreisnarfólks.

Í þriðja sæti var ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks þó hún sé ekki möguleg meirihlutastjórn. 29 prósent Framsóknarmanna vildu sjá þessa stjórn ásamt 17 prósent Samfylkingarfólks og 12 Viðreisnarfólks. Þetta stjórnarform var vinsælast hjá kjósendum Vinstri grænna.

5 prósent vildu ríkisstjórn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. 4 prósent Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Einnig 4 prósent Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks þó hún sé ekki möguleg.

Könnunin var gerð 5. til 12. desember. Úrtakið var 1726 og svarhlutfallið 47,9 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda