fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 15:55

Sigurður Fannar Þórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál gegn Sigurði Fannari Þórssyni, sem ákærður er fyrir að hafa banað 10 ára gamalli dóttur sinni, Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Sigurður var ekki viðstaddur þingfestinguna og tók því ekki afstöðu til ákæru. Snorri Sturluson lögmaður er verjandi Sigurðar og segir hann í samtali við DV að skjólstæðingur hans hafi ekki enn tekið afstöðu til ákærunnar. Ástæðan er sú að ekki hafi öll gögn málsins komið fram.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málnu undir höndum. Þar hafa verið hreinsuð út ýmis atriði en í fyrsta ákærulið segir að Sigurður sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa sunnudaginn 15. september 2024, að Hraunhólum við Krýsuvíkurveg, skammt vestan við Vatnsskarðsnámur, veist að dóttur sinni og banað henni.

Er því ekki lýst í ákærðu hvernig Sigurður á að hafa banað dóttur sinni. Hvorki er minnst á vopn né áverka.

Fundu fíkniefni í gámi

Sigurður er auk þess ákærður fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft ýmis fíkniefni í vörslu sinni, sem fundust við leit í vörugámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, 15. september, t.d. hass, kókaín, maríhúana, MDMA-kristallar og ýmislegt fleira.

Í þriðja lagi er Sigurður ákærður fyrir að hafa ræktað 79 kannabisplöntur í bílskúr, en lögreglan lagði halda á þær þann 14. maí 2024.

Miskabætur og útfararkostnaður

Fyrir hönd aðstandanda Kolfinnu Eldeyjar er krafist miskabóta að upphæð fimm milljónir krónar og útfararkostnaðar að upphæð 1,5 milljónir króna.

Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð verður í málinu en ljóst er að það verður ekki fyrir áramót.

Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 15. september en hann hringdi sjálfur í Neyðarlínuna og tilkynnti um lát dóttur sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“