Líklegt er að Heimildin kaupi Mannlíf bráðlega. Viðræður um kaupin hafa verið í gangi síðan í vor.
Vísir greinir frá þessu.
Mikil ættar og eigendatengsl eru nú þegar á milli þessara tveggja miðla. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, er sonur Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs.
Jón Trausti á 7,6 prósent í Sameinaða útgáfufélaginu, útgefenda Heimildarinnar, eins og kona hans Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri. Sömu prósentu á líka Reynir. En hann á einnig 50 prósent í Sóltúni ehf, sem gefur út Mannlíf.
Vísir hefur eftir Elínu Guðrúnu Ragnarsdóttur, stjórnarformanni Sameinaða útgáfufélagsins, að meirihluti stjórnar telur kaupin vera réttu leiðina og að viðræður hafi byrjað í vor.
Sagt er að tveir stjórnarmenn í minnihluta séu hins vegar á móti kaupunum. Það er Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson, en þeir voru áður í eigendahópi Kjarnans áður en hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin.
UPPFÆRT
Greint hefur nú verið frá því að Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson hafa sagt sig úr stjórn Sameinaða útgáfufélagsins. Ástæðan er yfirvofandi kaup á Mannlífi.