fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Telja að þessi mynd frá Google Street View sé lykilsönnunargagn í morðmáli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd sem bíll á vegum Google tók til notkunar fyrir almenning í hinu vinsæla forriti Google Street View er talið vera lykilsönnunargagn í morðmáli sem nú er til rannsóknar.

Á myndinni sést maður setja eitthvað sem virðist vera lík, vafið inn í lak, í skott bíls í þorpinu Calle Norte í Tajueco á Spáni.

Daily Mail greinir frá þessu.

Að sögn lögreglu hefur myndin reynst mikilvæg við rannsókn málsins og leitt til handtöku tveggja einstaklinga og líkfundar.

Það var í nóvember 2023 að karlmaður, ættaður frá Kúbu, hvarf sporlaust og hóf lögregla eftirgrennslan þegar bróðir hans tilkynnti um hvarfið.

Maðurinn er sagður hafa ferðast til Soria-héraðs á Spáni í fyrravetur til að leita að eiginkonu sinni sem búsett var á svæðinu. Hann er sagður hafa fundið konu sína en komist þá að því að hún var byrjuð að búa með öðrum manni, fertugum nágranna sínum nánar tiltekið.

Grunar lögreglu að eiginkonan og ástmaðurinn hafi í sameiningu lagt á ráðin um að drepa eiginmanninn. Hafa þau bæði verið handtekin í tengslum við rannsókn lögreglu og sitja þau í gæsluvarðhaldi.

Lögregla hefur ekki gefið út um það hvort það sé ástmaðurinn sem sést á meðfylgjandi mynd en lögregla segir að hún hafi byrjað að beina sjónum sínum að ástmanninum eftir að henni barst ábending um myndina.

Maðurinn virðist hafa verið bútaður í sundur eftir morðið og fannst hluti af líkamsleifum hans í kirkjugarði í bænum Andaluz í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt