fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Söluaðilar í Kolaportinu geta andað léttar í bili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 17:30

Frá Kolaportinu. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur götumarkaðar í Kolaportinu en leigusamningur borgarinnar við ríkið, varðandi húsnæðið að Tryggvagötu 19, rennur út um áramótin. Húsið er í eigu ríkisins en borgin hefur leigt það. Borgin hefur síðan leigt húsnæðið út til rekstraraðila götumarkaðarins. Það félag skuldar borginni um 200 milljónir króna í vangoldna leigu fyrir söluplássin. Rekstraraðilinn, Kolaportið ehf, hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta og er skiptastjóri Lögmannastofan LOGOS.

Til lengri tíma er framtíð Kolaportsins í óvissu en núna liggur fyrir að starfsemi í húsinu verður með óbreyttu sniði út janúar 2025. Þetta kemur fram í svari Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, samskiptafulltrúa borgarinnar, við fyrirspurn DV um framtíð Kolaportsins. Eva segir í skriflegu svari sínu:

„Framkvæmdasýslan og Reykjavíkurborg eru sammála um að framlengja leigusamning um húsnæði Kolaportsins um einn mánuð eða til loka janúar. Starfsemi getur þannig haldið áfram með óbreyttu sniði í Kolaportinu út janúar en eftir það verður breytt fyrirkomulag á rekstri hússins.“

Sjá einnig: Mikil óvissa um framtíð Kolaportsins – Rekstraraðilinn í gjaldþrot

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín niðurlægður

Pútín niðurlægður
Fréttir
Í gær

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims
Fréttir
Í gær

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári