fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Sofnaði undir stýri og keyrði á gangandi vegfarendur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. desember var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Suðurlands yfir manni sem ákærður var fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot.

Ákært var vegna atviks sem átti sér stað 29. maí árið 2022. Maðurinn var sakaður um að hafa ekið bíl þegar hann var óhæfur til þess vegna áfengisvímu og svefnleysis. Ók hann of hratt miðað við aðstæður og án nægjanlegrar aðgæslu. Hann sofnaði á meðan akstri stóð og keyrði á tvær manneskjur  sem hlutu eftirfarandi meiðsli samkvæmt ákæru:

„…A hlaut brot á vinstra herðablaði, tvíbrot á sperrilegg vinstri fótar, úlnliðsbrot á hægri hendi, mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám og B hlaut brot á hálshryggjarlið, rifbrot, lendarlið, kliftarbeini, [sic] brot í spjaldbeini, brot í mjaðmabeini hægra megin, vinstri mjaðmarskál, margúl í mjaðmagrind, brot í kjálka og augntóft, brot á dálkbeini og ökla hægri fótar og yfirborðsáverka í andliti.“

Hann var ennfremur sakaður um að hafa ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum með því að koma hinum slösuðu til hjálpar heldur ók hann burtu af vettvangi.

Þrátt fyrir þessa ófyrirleitnu framkomu fékk hinn ákærði vægan dóm. Spilar þar inn í að hann játaði sekt sína og sýndi iðrun.

Var hann dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 80 þúsund króna sektar í ríkissjóð. Einnig þarf hann að greiða rúmlega 1,1 milljón í sakarkostnað.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt