fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Pútín niðurlægður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 06:15

Pútín var niðurlægður í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í sjálfu sér ekki óvenjulegt að hershöfðingjar, sem taka þátt í stríði, falli í valinn. Í gær var röðin komin að rússneska hershöfðingjanum Igor Kirillov að kveðja þennan heim en það hefur vakið mikla athygli hvernig dauða hans bar að.

Hann var myrtur í Moskvu með sprengju sem var falin í rafhlaupahjóli.

Úkraínumenn sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu – Földu sprengjuna í rafhlaupahjóli

Kirillov er mikilvægasti rússneski hershöfðinginn sem hefur fallið í átökunum við Úkraínumenn. Eitt er ef hann hefði fallið í fremstu víglínu eða á herteknu svæðunum í Úkraínu en hann endaði daga sína í Moskvu og er málið algjör niðurlæging fyrir Vladímír Pútín, forseta.

Kirillov hafði komist til metorða í hernum og stóð ofarlega í valdapýramídanum. Dauði hans sýnir að enginn er öruggur, meira að segja ekki í Moskvu.

Rússar saka Úkraínumenn um morðið og heimildarmenn innan leyniþjónustu úkraínska hersins segja að leyniþjónustan hafi staðið á bak við morðið.

Úkraínumenn segja að Kirillov hafi verið lögmætt skotmark þar sem hann var hershöfðingi og hafi verið yfirmaður kjarna- og geislavopnadeildar hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt