Hann var myrtur í Moskvu með sprengju sem var falin í rafhlaupahjóli.
Kirillov er mikilvægasti rússneski hershöfðinginn sem hefur fallið í átökunum við Úkraínumenn. Eitt er ef hann hefði fallið í fremstu víglínu eða á herteknu svæðunum í Úkraínu en hann endaði daga sína í Moskvu og er málið algjör niðurlæging fyrir Vladímír Pútín, forseta.
Kirillov hafði komist til metorða í hernum og stóð ofarlega í valdapýramídanum. Dauði hans sýnir að enginn er öruggur, meira að segja ekki í Moskvu.
Rússar saka Úkraínumenn um morðið og heimildarmenn innan leyniþjónustu úkraínska hersins segja að leyniþjónustan hafi staðið á bak við morðið.
Úkraínumenn segja að Kirillov hafi verið lögmætt skotmark þar sem hann var hershöfðingi og hafi verið yfirmaður kjarna- og geislavopnadeildar hersins.