fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 10:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. desember síðastliðinn var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi, með því að hafa beitt dóttur sína ofbeldi. Hann var ákærður vegna tveggja atvika. Annars vegar var hann sakaður um að hafa laugardaginn 3. október 2020 og sunnudaginn 4. október, á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð dóttur sinnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra. Þann 3. október var hann sagður hafa slegið hana ítrekað í bringuna og höfuðið og daginn eftir pakkað fötum hennar í poka og togað í fórtlegg hennar er hún sat í sófa, allt með þeim afleiðingum að hún missti andann og hlaut sár á enni og eyra, mar á upphandlegg, rispu á kálfa, kæri, hné og hnésbót.

Stúlkan var 13 ára er þessi atvik áttu sér stað.

Hins vegar vegar var ákært vegna atviks sem átti sér stað 21. febrúar árið 2022. Þá er maðurinn sagður hafa gripið í handlegg stúlkunnar og slegið hana í höfuðið með diski. Hlaut hún roða, bólgu, eymslu og klórsár á úlnlið og kúlu á höfði.

Maðurinn var jafnframt sakaður um að hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimilinu með ofbeldi í garð móður stúlkunnar, stúlkunnar og systkina hennar. Hafði barnavernd margoft haft afskipti af fjölskyldunni vegna tilkynninga um ofbeldi.

Maðurinn neitaði sök og gerði lítið úr framkomu sinni í garð dóttur sinnar. En dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan. Framburður brotaþola var hins vegar metinn trúverðugur og var hann auk þess í samræmi við framburð vitna og læknisvottorð um áverka á stúlkunni.

Eftirfarandi vitnisburður stúlkunnar í Barnahúsi, sem tilgreindur er í dómnum, virðist lýsandi fyrir ástandið á heimilinu:

„Brotaþoli gaf tvívegis skýrslu í Barnahúsi vegna málsins, 15. október 2020 og 19. apríl 2021. Kom fram að ágreiningur hefði orðið á heimilinu þar sem fullorðinn frændi hennar hefði heimilað henni að borða samloku, eftir að hún hefði hafnað því að borða fisk sem hefði verið í kvöldmatinn. Móður hennar hefði mislíkað það og orðið pirruð. Brotaþoli hefði talið að móðir hennar ætlaði að lemja hana og hún þá gripið í hendur móður sinnar. Faðir hennar hefði þá komið að og lamið hana í höfuð og bringu með krepptum hnefa. Kvaðst brotaþoli hafa misst andann í fimm til tíu sekúndur eftir föst högg föðurins í bringuna. Höggin hefðu átt sér stað á leiðinni úr eldhúsinu og inn í svefnherbergi brotaþola, svo og í því herbergi. Sagði brotaþoli að bróðir hennar og frændi hefðu orðið vitni að atvikinu. Greindi hún einnig frá því að móðir hennar hefði lamið hana í handlegginn. Þá greindi brotaþoli frá því að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem faðir hennar beitti hana ofbeldi og lýsti fleiri atvikum af því tagi.“

Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni eina milljón króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Pútín niðurlægður