fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Lögregla beitti rafbyssu á vopnaðan mann í gær – Fyrsta sinn sem það gerist

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 12:13

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla beitti rafbyssu á vopnaðan einstakling sem sýndi af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær.

Í frétt Vísis, þar sem vísað er í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra, kemur fram að lögregla og og sérsveitarmenn hafi tekið þátt í aðgerðinni. Mun maðurinn hafa verið vopnaður hnífi og voru vægari aðgerðir fyrst reyndar til að draga úr ógnandi hegðun mannsins sem báru ekki tilætlaðan árangur. Var hann því yfirbugaður með rafvarnarvopni.

Lögregla hefur haft aðgang að rafvopnum frá því í byrjun september en hingað til hefur ekki þótt vera ástæða til að grípa til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum