fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt 2022. Barnið var stúlka sem tengd var manninum fjölskylduböndum en fyrir brot sitt hlaut maðurinn skilorðsbundinn fangelsisdóm.

Brotið var framið á jólanótt 2022 en stúlkan gisti þá á þáverandi heimili mannsins og eiginkonu hans, föðursystur stúlkunnar. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúmið sem hún svaf í en við það vaknaði stúlkan. Snerti maðurinn rass stúlkunnar utanklæða og káfaði síðan á rassi hennar og kynfærum innanklæða. Lét hann ekki af háttsemi sinni fyrr en stúlkan stóð upp og gekk í burtu.

Móðir stúlkunnar tilkynnti um brotið en dóttir hennar hafði varið aðfangadagskvöldi með fjölskyldu föðursystur sinnar og gist hjá þeim en hringt um nóttina í móður sína og beðið hana að sækja sig strax. Hafði stúlkan sofið í sama rúmi og dóttir mannsins þegar hann braut á henni. Maðurinn var handtekinn strax um nóttina. Tekin voru blóð- og þvagsýni úr honum og reyndist hann vera undir áhrifum áfengis en þegar sýnin voru tekin var styrkur áfengis í líkama hans farinn að minnka og því talið mögulegt að hann hafi verið enn ölvaðri þegar hann braut á stúlkunni.

Ítarlegar rannsóknir voru gerðar á bæði manninum og stúlkunni. DNA mannsins fannst hvorki í náttbuxum hennar né á kynfærunum.

Væri bara krakki

Stúlkan sagðist hafa séð hönd mannsins glansa eftir að hann hafði káfað á henni líkt og hann hefði sleikt höndina. Hún sagðist hafa loks staðið upp og þá hafi maðurinn spurt hvað hún væri að gera. Hún hafi sagst þurfa að fara á klósettið sem maðurinn hafi ekki gert athugasemd við en þess í stað hafi hún hringt í móður sína sem hafi komið strax og sótt hana.

Það kemur ekki fram í dómnum hvað stúlkan var gömul þegar maðurinn braut á henni en hún sagði móður sinni að henni hefði þótt athæfi mannsins mjög skrýtið því hún væri bara krakki.

Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn lítið muna eftir kvöldinu. Hann hefði drukkið líklega um 15 litla bjóra en náð að fela drykkjuna fyrir öðrum á heimilinu. Hann myndi ekki eftir að hafa brotið á stúlkunni en hefði enga ástæðu til að ætla að hún væri að segja ósatt.

Titraði

Stúlkan gaf skýrslu þar sem hún lýsti atburðarásinni ítarlega. Hún sagðist þar meðal annars hafa reynt að vekja frænku sína, dóttur mannsins, sem svaf við hliðina á henni en án árangurs. Henni hafi liðið afar illa og frosið þegar maðurinn var að brjóta á henni. Loks hafi hún náð að standa upp og farið á klósettið og hringt þar titrandi í móður sína.

Stúlkan fór í meðferð hjá sálfræðingi en niðurstaða hans var að hún sýndi ekki merki um depurð, kvíða eða áfallastreituröskun. Einnig kom fram að hún hefði fengið góðan stuðning hjá foreldrum og að málið hefði haft töluverðar afleiðingar innan fjölskyldunnar. Fram kemur í dómnum að föðursystir stúlkunnar skildi við manninn.

Fyrir dómi sagðist hann eins og áður hafði komið fram lítið muna eftir atburðum kvöldsins vegna mikillar drykkju. Hann kannaðist ekki við að hafa brotið gegn stúlkunni en sagðist ekki rengja orð hennar þar sem það væri ósanngjarnt gagnvart henni en neitaði samt sem áður sök. Eftir atvikið hefði hann hætt að drekka og farið í viðtöl hjá sálfræðingi og SÁÁ auk þess að sækja AA-fundi. Samkomulag hans við eiginkonuna fyrrverandi væri gott og dætur þeirra tvær væru í jafnri umgengni hjá þeim foreldrunum.

Móðir stúlkunnar sagði mannin hafa þuklað á kynfærum hennar og rassi nokkrum sinnum en hún hafi staðið upp þegar hann hafi gert sig líklegan til að gera það enn einu sinni.

Sagði fyrrverandi eiginkona mannsins fyrir dómi, föðursystir stúlkunnar, að maðurinn hefði átt í erfiðleikum áður með drykkju sína. Hann hefði brotnað niður við handtökuna og þurft hafi að vakta hann fyrstu dagana á eftir. Hann væri góður maður og hún óttaðist ekki um öryggi dætra þeirra hjá honum. Hún tryði hins vegar frænku sinni.

Samhljóða

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að af blóð- og þvagsýnum megi ráða að maðurinn hafi verið ölvaður en ekki ofurölvi. Framburður allra vitna sé einnig samhljóða um þetta.

Dómurinn tekur ekki undir það með manninum að misræmis hafi gætt í framburði stúlkunnar. Heldur er ekki tekið undir fullyrðingar hans um að móðir stúlkunnar hafi haft áhrif á framburð hennar. Framburður stúlkunnar sé studdur af framburði foreldra hennar sem bæði hefðu greint frá því að hún hefði verið titrandi og skjálfandi. Framburður föðursystur stúlkunnar um að maðurinn hefði áður sýnt af sér sambærilega háttsemi, gagnvart henni sjálfri, ýti einnig stoðum undir framburð stúlkunnar sem og þau orð mannsins sjálfs að hann rengdi ekki orð hennar.

Framburður stúlkunnar sé mjög trúverðugur og þar sem maðurinn muni ekki eftir kvöldinu sé ekki hægt að styðjast við hans frásögn. Þar með var hann sakfelldur.

Töf

Þegar kemur að refsingu mannsins segir í dómnum að það sé metið honum til refsilækkunar að hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, málsatvik beri ekki vott um einbeittan brotavilja auk þess sem hann hafi breytt lífi sínu til hins betra og hætt drykkju. Sömuleiðis hafi orðið dráttur á rannsókn málsins sem manninum verði ekki kennt um.

Það er hins vegar metið manninum til refsiauka að stúlkan var tengd honum fjölskylduböndum og hann þar með brugðist trúnaðartrausti hennar.

Hæfilegt þótti því að dæma hann í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gerð var krafa um 2 milljónir króna í skaðabætur en héraðsdómi þótti hæfilegt að dæma henni 500.000 krónur í bætur miðað við málavexti og líðan stúlkunnar í kjölfarið.

Dóminn í heild má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Pútín niðurlægður

Pútín niðurlægður
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fjölskylda reyndi að losa sig úr viðjum endalausra biðlista heilbrigðiskerfisins – Kostaði allt spariféð og atvinnumissi

Fjölskylda reyndi að losa sig úr viðjum endalausra biðlista heilbrigðiskerfisins – Kostaði allt spariféð og atvinnumissi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mikil óvissa um framtíð Kolaportsins – Rekstraraðilinn í gjaldþrot

Mikil óvissa um framtíð Kolaportsins – Rekstraraðilinn í gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu – Földu sprengjuna í rafhlaupahjóli

Úkraínumenn sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu – Földu sprengjuna í rafhlaupahjóli
Fréttir
Í gær

Fær Inga bara tvo ráðherra? „Hljómar óþægilega mikið eins og leikskipulag án markvarðar“

Fær Inga bara tvo ráðherra? „Hljómar óþægilega mikið eins og leikskipulag án markvarðar“