fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 07:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zephen Xaver, 27 ára karlmaður í Flórída, hefur verið dæmdur til dauða fyrir að verða fimm konum að bana í útibúi Sebring‘s SunTrust-bankans árið 2019.

Í frétt AP kemur fram að Xaver hafi sýnt lítil viðbrögð þegar dauðadómurinn var kveðinn upp. Réttarhöldin yfir Xaver stóðu yfir í nokkrar vikur og vildu níu kviðdómendur að hann yrði dæmdur til dauða en þrír voru því mótfallnir.

Morðin voru sérlega hrottafengin en fórnarlömbin, einn viðskiptavinur og þrír starfsmenn, voru á aldrinum 31 til 65 ára. Skipaði hann þeim að leggjast á grúfu á gólfið áður en hann gekk á milli þeirra og skaut þær í höfuðið.

Ein af fórnarlömbunum var Marisol Lopez, 55 ára starfsmaður útibúsins, og kom dóttir hennar fyrir dóminn þar sem hún lýsti afleiðingum morðsins á hana og fjölskyldu hennar.

Benti hún á að Marisol hefði tekið brosandi á móti Xaver þegar hann kom inn í bankann þennan dag. „Þú braust hjarta mitt í milljón mola. Ég mun fagna daginn sem þú deyrð, hvenær sem það verður. Þú verður alltaf morðingi, heigull og sóun á lífi,“ sagði hún.

Zephen hafði glímt við geðræn veikindi áður en hann lét til skarar skríða en þrátt fyrir það var hann metinn sakhæfur. Hann sendi kærustu sinni skilaboð um morguninn þar sem hann tjáði henni að hann myndi deyja þennan dag. Sagðist hann vilja drepa fólk til að athuga hvernig það væri.

Einn starfsmaður útibúsins komst lífs af en henni tókst að flýja út um bakdyr þegar hún heyrði skothvellina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt