Sky News segir að það sé ný deild innan lögreglunnar sem hafi unnið að rannsókn málsins og handtekið fólkið.
Deildin hefur nú verið starfrækt í sjö mánuði og hefur á þeim tíma kortlagt glæpagengin og starfsemi þeirra og hvaða svæðum þau starfa á. Kennsl hafa verið borin á 228 brotamenn, sem höfðu ekki komið við sögu lögreglunnar áður, og 70 ökutæki sem brotamennirnir nota.
Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan hefur skipulega kortlagt starfsemi glæpagengja, sem gera út á hnupl úr búðum, og hvaða verslanir þau beina sjónum sínum að.