fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Útgjöld Garðabæjar á árinu hækka um tæplega hálfan milljarð

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar fyrr í dag var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024. Samkvæmt viðaukanum munu útgjöld þessa árs sem senn er á enda hækka um 415 milljónir króna.

Þessi viðbótarútgjöld eru tilkomin af ýmsum ástæðum.

18 milljónir eru vegna fjölgunar nemenda í Alþjóðaskólanum umfram fjárhagsáætlun en alls var um að ræða umfram fjölgun um 7 nemendur.

Vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða falla 32 milljónir króna á bæinn. Raunkostnaður við þetta er raunar 123 milljónir en bærinn fær 91 milljóna króna framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna skólamáltíðanna.

Vegna fleiri umsókna um sumarstörf fyrir ungt fólk hjá Garðabæ en gert var ráð fyrir þarf að bæta við 20 milljónum króna.

Vegna styttingu vinnutíma hjá starfsmönnum íþróttamannvirkja í Ásgarði og á Álftanesi þurfti að breyta vaktafyrirkomulagi. Þar að auki voru meiri veikindi hjá þessum hópi á árinu en gert var ráð fyrir. Allt þetta kostar bæinn 40 milljónir króna aukalega.

Framlag ríkisins til Garðabæjar vegna alþingis- og forsetakosninga í ár dugði ekki til að mæta kostnaði bæjarins vegna þeirra að fullu og því þarf að bæta 4 milljónum króna við fjárhagsáætlun ársins.

Kennarar

Langstærsti kostnaðarliðurinn í þessum viðbótarútgjöldum Garðabæjar eru afturvirkar launagreiðslur til kennara sem var hluti af samkomulagi vegna frestunar verkfalls þeirra. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að gengið hafi verið frá samkomulagi við kennara um launahækkanir afturvirkt frá júní 2024 til samræmis við hækkanir launa samkvæmt þeim langtímasamningum sem gerðir hafi verið á vinnumarkaði á árinu.

Kostnaðurinn vegna þessa er 136 milljónir króna vegna grunnskóla, 98 milljónir vegna leikskóla, 20 milljónir vegna leikskóla og loks 47 milljónir króna vegna einkarekinna leik- og grunnskóla. Samtals er þetta 301 milljón króna.

Heildarútgjaldaauki Garðabæjar í ár er því, samkvæmt fundargerð bæjarráðs, 415 milljónir króna. Meirihluti þessarar upphæðar mun koma úr varasjóði bæjarins, 228 milljónir en 187 milljónir koma frá útsvarsgreiðslum bæjarbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít