fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Útgjöld Garðabæjar á árinu hækka um tæplega hálfan milljarð

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar fyrr í dag var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024. Samkvæmt viðaukanum munu útgjöld þessa árs sem senn er á enda hækka um 415 milljónir króna.

Þessi viðbótarútgjöld eru tilkomin af ýmsum ástæðum.

18 milljónir eru vegna fjölgunar nemenda í Alþjóðaskólanum umfram fjárhagsáætlun en alls var um að ræða umfram fjölgun um 7 nemendur.

Vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða falla 32 milljónir króna á bæinn. Raunkostnaður við þetta er raunar 123 milljónir en bærinn fær 91 milljóna króna framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna skólamáltíðanna.

Vegna fleiri umsókna um sumarstörf fyrir ungt fólk hjá Garðabæ en gert var ráð fyrir þarf að bæta við 20 milljónum króna.

Vegna styttingu vinnutíma hjá starfsmönnum íþróttamannvirkja í Ásgarði og á Álftanesi þurfti að breyta vaktafyrirkomulagi. Þar að auki voru meiri veikindi hjá þessum hópi á árinu en gert var ráð fyrir. Allt þetta kostar bæinn 40 milljónir króna aukalega.

Framlag ríkisins til Garðabæjar vegna alþingis- og forsetakosninga í ár dugði ekki til að mæta kostnaði bæjarins vegna þeirra að fullu og því þarf að bæta 4 milljónum króna við fjárhagsáætlun ársins.

Kennarar

Langstærsti kostnaðarliðurinn í þessum viðbótarútgjöldum Garðabæjar eru afturvirkar launagreiðslur til kennara sem var hluti af samkomulagi vegna frestunar verkfalls þeirra. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að gengið hafi verið frá samkomulagi við kennara um launahækkanir afturvirkt frá júní 2024 til samræmis við hækkanir launa samkvæmt þeim langtímasamningum sem gerðir hafi verið á vinnumarkaði á árinu.

Kostnaðurinn vegna þessa er 136 milljónir króna vegna grunnskóla, 98 milljónir vegna leikskóla, 20 milljónir vegna leikskóla og loks 47 milljónir króna vegna einkarekinna leik- og grunnskóla. Samtals er þetta 301 milljón króna.

Heildarútgjaldaauki Garðabæjar í ár er því, samkvæmt fundargerð bæjarráðs, 415 milljónir króna. Meirihluti þessarar upphæðar mun koma úr varasjóði bæjarins, 228 milljónir en 187 milljónir koma frá útsvarsgreiðslum bæjarbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“