fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Ungur íslenskur maður rekinn fyrir þjófnað – „Hvað geri ég ef ég er boðinn í viðtal og er spurður út í síðasta starf?

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 17. desember 2024 10:30

Maðurinn var rekinn úr lagerstarfi eftir að hafa stolið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður á þrítugsaldri sem vann á lager greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði stolið og verið rekinn fyrirvaralaust. Hann segist hafa áhyggjur af hvernig honum takist að útvega sér aðra vinnu og hvað hann eigi að segja í atvinnuviðtali verði hann spurður út í þetta.

„Nú er ég ungur piltur sem gerði þau mistök að missa vinnuna út af þjófnaði, varð (d)rekinn fyrirvaralaust,“ segir maðurinn á samfélagsmiðlinum Reddit. Maðurinn er 24 ára gamall og starfaði á lager. Hann segist ekki hafa verið kærður fyrir þjófnaðinn. „Eins ungur og vitlaus og mörg okkar geta nú verið þá sé ég eftir þessu.“

Skrifar hann færsluna til að spyrja ráða um framtíðina. Þar sem hann hafi áhyggjur af hvernig sér gangi að komast í aðra vinnu.

„Þótt ég sé góður fjárhagslega næstu 3 mánuði hef ég samt áhyggjur hvernig mér á að takast að komast í aðra vinnu,“ segir hann. „Hvað geri ég ef ég er boðinn í viðtal og er spurður út í síðasta starf? Sumir hafa mælt með hreinskilni en væri það ekki tvíeggja sverð? Einhver sem hefur glímt við þetta og tekist?“

Ætti að ljúga um ástæðu uppsagnar

Færslan hefur fengið mikil viðbrögð og margir stigið fram til að gefa honum ráð. Heiðarleikinn sé kannski ekki endilega svarið í hans tilviki.

„Í atvinnuviðtölum er maður alltaf besta útgáfan af sjálfum sér. Og venjan er að segja satt innan þess ramma,“ segir einn netverji. „Á þessu er þó undantekning og það er aðallega ef sannleikurinn gerir það að verkum að þú eigir ekki séns að fá vinnu. Þá er betra að segja eitthvað annað.“

Hvetur hann unga manninn til að gefa ekki upp ástæðu uppsagnarinnar verði hann spurður út í það í atvinnuviðtali.

„Auðvitað er þjófnaður aðeins verra en hver önnur uppsögn en batnandi mönnum er best að lifa,“ segir hann. „Ef þú ert spurður ,,af hverju hættir þú í síðustu vinnu“ þá gefur þú upp einhverja aðra ástæðu en að þú hafir verið rekinn. Gætir sagst að þig langaði að prófa eitthvað nýtt eða að vinnutíminn hafi ekki hentað eða hvað sem er. Ef þú vilt endilega segja að það hafi ekki verið þú, þá myndi ég segja vegna skipulagsbreytinga.“

Ekki sá seinasti til að fegra sannleikann

Annar hvetur manninn til þess að biðja fyrrverandi vinnuveitendur afsökunar á þjófnaðinum. Einnig að biðja þá um að vera meðmælendur. „Ekki minnast að þetta að fyrra bragði í atvinnuviðtölum,“ segir hann.

„Atvinnurekendur setja fram sitt besta andlit þegar þeir eru að ráða inn nýtt fólk. Nýtt fólk sem vill fá vinnu gerir það sama. Þú verður svo langt frá því sá síðasti sem fegrar aðeins sannleikann til að komast í nýja vinnu,“ segir enn annar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björgólfur Guðmundsson er látinn

Björgólfur Guðmundsson er látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm