fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Stórt innbrot í Grafarholti – „Þessum gæjum er skítsama þó að þeir séu fyrir framan myndavél allan tímann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn brutust inn í hús í Grafarholti á miðvikudagsmorguninn í síðustu viku og höfðu á brott með sér mikið af verðmætum. Eigandi hússins, þar sem innbrotið var framið, Jón Björn Eysteinsson, segist hafa mikið af gögnum úr myndeftirlitskerfi sem hann hefur sent lögreglu.

„Þetta er einbýlishús og ég er með íbúð niðri sem er lokuð frá húsinu. Þar er stór horngluggi, þeir krækja einhvern veginn í öryggislæsinguna og ná að opna til hálfs og komast inn,“ segir Jón Björn í viðtali við DV.

Innbrotsþjófarnir tveir höfðu á brott með sér tölvur, sjónvörp, fatnað og fleira. „Það er strákur sem ég leigi íbúðina og býr þarna. Hann tapar þarna miklu af vinnugögnum emð tölvunni.“

Innbrotið var framið á milli 1o og 11 á miðvikudagsmorguninn í síðustu viku en uppgötvaðist ekki fyrr en á föstudagskvöldið. „Hann kemur ekki heim, strákurinn, fyrr en á föstudagskvöld og þá hafa liðið tveir sólarhringar. Í rauninni fór ég bara í lögregluna í gær. Ég er með allt nema bílnúmerið í eftirlitsmyndavélinni, en hann er auðþekkjanlegur, þetta er Audi Station árgerð 2005 til 2008.“

Jón Björn segir mennina líta út fyrir að vera um fertugt en hann áttar sig ekki á þjóðerni þeirra. Hann er dálítið hissa á að lögregla hafi ekki haft samband við hann en hann sendi lögreglunni gögn í gær.

„Þessum gæjum er skítasama þó að þeir séu fyrir framan myndavél allan tímann. Þeir skanna hverfið og sjá þarna álitlegan glugga, ég held að það sé málið. Það er gott að fólki í hverfinu átti sig á alvarleika málsins, fólk gangi vel frá sínu og fylgist með sínum eignum,“ segir Jón Björn.

Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um málið, t.d. um ferðir svarta Audi bílsins, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eða við Jón Björn sjálfan, í gegnum Facebook-síðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi

Ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kerfið ráðalaust vegna skapofsakasta unglings – „Við höfum þurft að læsa herbergjunum til að vera viss um að lifa af nóttina“

Kerfið ráðalaust vegna skapofsakasta unglings – „Við höfum þurft að læsa herbergjunum til að vera viss um að lifa af nóttina“
Fréttir
Í gær

Íslendingar á Kanarí hvattir til að passa sig næstu daga

Íslendingar á Kanarí hvattir til að passa sig næstu daga
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Hrannargötu – Ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni

Sauð upp úr í Hrannargötu – Ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni
Fréttir
Í gær

Björguðu augum félaga síns með snarræði

Björguðu augum félaga síns með snarræði
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti veitti Eyjamönnum rangar upplýsingar

Ráðuneyti veitti Eyjamönnum rangar upplýsingar
Fréttir
Í gær

Hefur fall Assads Sýrlandsforseta áhrif á stríðið í Úkraínu?

Hefur fall Assads Sýrlandsforseta áhrif á stríðið í Úkraínu?
Fréttir
Í gær

Svona er staðan í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir helgina

Svona er staðan í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir helgina