fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Páll Jakob ómyrkur í máli og sakar borgina um skeytingarleysi gagnvart fólki

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur segir að bygging vöruhúss nokkrum metrum frá íbúðum fólks líkt og gerðist við Álfabakka í Suður-Mjódd sé eitthvað sem eigi ekki að geta gerst. Páll er ómyrkur í máli í garð borgaryfirvalda í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

„Við erum kom­in að mörk­um þess sem er ein­fald­lega boðlegt. Borg­in hlýt­ur að vera kom­in í þrot með þessa þétt­ing­ar­stefnu og þetta skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart fólki um að hleypa því ekki að skipu­lags­mál­um,“ segir hann við Morgunblaðið og bætir við:

„Að byggja svona vegg í 14-15 metra fjar­lægð, fyr­ir fram­an glugga hjá fólki, er bara nokkuð sem á ekki að geta gerst. Það er frá­leitt að bjóða upp á þetta.“

Mikið hefur verið fjallað um málið undanfarna daga og sagði DV til dæmis í gærkvöldi frá ungum manni sem á búseturétt í einni af íbúðunum sem hefur orðið verst úti. Hann segir að ástandið sé skelfilegt og hafi haft afar neikvæð áhrif á lífsgæði hans sem og tveggja páfagauka sem hann heldur. Hann er vongóður um að leyst verði úr málinu með skaðabótum eða að vöruskemman verði lækkuð.

Sjá einnig: Hvítar línur birtast á „græna veggnum“ við Álfabakka – „Fuglarnir mínir eru bara orðnir þunglyndir“

„Þetta er alveg skelfilegt. Það sem ég kunni best að meta við þessa íbúð var birtan og útsýnið. Nú sé ég ekkert nema „græna vegginn“ og dagsbirtan hingað inn til mín hefur nánast horfið,“ sagði maðurinn í viðtalinu.

Benti hann einnig á að það sjáist best á tveimur páfagaukum sem hann heldur sem gæludýr. Frá því að húsveggurinn græni reis hafi fuglarnir verið meira og minna sofandi og virðast þeir halda að það sé viðvarandi kvöld eða nótt. „Fuglarnir mínir eru bara orðnir þunglyndir,“ sagði maðurinn.

Páll segir við Morgunblaðið að bygging vöruhússins geti haft áhrif á heilsu fólks.

„Ég vil fyrst nefna ljósvist­ina í íbúðunum. Þess­ar íbúðir snúa í norður og það er um­hugs­un­ar­efni út af fyr­ir sig hvers vegna skipu­lags­yf­ir­völd heim­ila slíkt. Svo get­um við spáð í út­sýnið og það hvað fólk hef­ur fyr­ir utan glugg­ana hjá sér. Ef fólk er svipt því hef­ur það nei­kvæð áhrif á vel­ferð, heilsu og líðan fólks,“ segir hann við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að misþyrma leigubílstjóra

Fékk vægan dóm fyrir að misþyrma leigubílstjóra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Björguðu augum félaga síns með snarræði

Björguðu augum félaga síns með snarræði
Fréttir
Í gær

Svona er staðan í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir helgina

Svona er staðan í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir helgina
Fréttir
Í gær

Hinn mikilvægi „flugskeytayfirmaður“ Pútíns fannst látinn

Hinn mikilvægi „flugskeytayfirmaður“ Pútíns fannst látinn