fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 18:00

Ólafur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Sigurðsson athafnamaður, faðir manns á þrítugsaldri sem glímir við einhverfu, segir að 30 þúsund einstaklingar hér á landi séu í vanda vegna skorts á þjónustu við einhverfa. Ólafur steig fram á dögunum og lýsti því að hann hefði ákveðið að flytja frá Íslandi vegna skorts á þjónustu sem sonur hans fær hér á landi.

Sjá einnig: Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Lýsti Ólafur því meðal annars í grein í Morgunblaðinu að sonur hans væri algjör bindindismaður en gæti fengið reiðiköst sem brjótast út í ljótum munnsöfnuði. Hann hafi ekki beitt ofbeldi og varla varið sig þegar hann hefur verið beittur líkamlegu ofbeldi.

„Gef­inn fjöld­inn all­ur af lyfj­um sem gerðu hann mjög ruglaðan og bættu ekki neitt, hent á milli húsa, tek­inn af lög­reglu og hand­járnaður fyr­ir aft­an bak, sett­ur í fang­elsis­klefa, ná­granni hef­ur ráðist á hann þannig að sá á bak­inu á hon­um. Eng­inn hef­ur viljað neitt með hann hafa, eng­inn talað við hann eins og mann. Þannig hef­ur ís­lenskt þjóðfé­lag farið með hann og hann er bara á ein­hverfurófi! Ekki er nú vand­inn stór,“ sagði hann í grein sinni.

Hinn stóri vandi fullorðinna með einhverfu

Hann fylgir grein sinni frá því í nóvember eftir með annarri grein sem birtist á síðum Morgunblaðsins í dag þar sem hann segir að margir aðstandendur fólks með einhverfu fái litla sem enga þjónustu. Beinir hann einkum sjónum sínum að fullorðnum einstaklingum með einhverfu.

„Hér á landi eru sagðir sjö þúsund full­orðnir á ein­hverfurófi. Í kring­um þessa 7.000 eru fjöl­skyld­ur sem þurfa að tak­ast á við vanda þess­ara aðila. Vand­inn er helst­ur sá að þeir eru sniðgengn­ir af sam­fé­lag­inu, eru óhreinu börn­in sem eng­inn vill sjá. Flest­ir sem vinna í heil­brigðisþjón­ustu eða fé­lagsþjón­ustu hafa litla þekk­ingu á ein­hverfu. Ferl­ar eru illa skipu­lagðir, grein­ing­ar illa unn­ar, enda er flækj­u­stigið mikið. Sagt er að haf­ir þú hitt einn ein­hverf­an, haf­ir þú hitt einn ein­hverf­an. Þeir eru eins mis­jafn­ir og þeir eru marg­ir. Sum­ir geta lifað eðli­legu lífi, aðrir þurfa mikla þjón­ustu. Dett­ir þú yfir mörk­in og náir að verða full­orðinn áður en þú færð grein­ingu, reyn­ist þú þurfa þjón­ustu frá sam­fé­lag­inu ertu í mikl­um vanda, eng­ar lausn­ir eru í boði. Ekki er gert ráð fyr­ir að fólk eld­ist án þess að ein­hverf­an upp­götvist. Þetta er hinn stóri vandi full­orðinna ein­hverfra.“

10 ára bið

Ólafur bendir til dæmis á það að í flestum tilfellum skorti þessa aðila húsnæði þar sem þeir geta búið, enda þurfi þeir oft stuðning til sjálfstæðrar búsetu. Hann nefnir að nýlega hafi hann fengið að vita að ekki væri til húsnæði við hæfi fyrir aðila sem tengist honum. Enginn vissi hvenær það losnaði eða líkurnar á að hægt væri að fá það úthlutað.

„Eft­ir að ég kannaði málið fékk ég að heyra að aðili sem bjó í slíku hús­næði hafi þurft að bíða í 10 ár eft­ir út­hlut­un. 10 ár? Á þeim tíma er mjög lík­legt að sá ein­hverfi hafi framið sjálfs­morð, enda eru ein­hverf­ir meira en helm­ingi lík­legri til að fremja sjálfs­morð en aðrir. Þá er vand­inn leyst­ur, sá ein­hverfi fall­inn frá og sam­fé­lagið laust við vand­ann,“ segir hann og spyr:

„Er þetta með vilja gert, kæru sveit­ar­stjórn­ar­menn eða alþing­is­menn á hinu háa Alþingi? Er þetta kalt reikn­ings­dæmi, að setja ekki nægi­lega mikla pen­inga í at­hvarf fyr­ir þá ein­hverfu og þá eru mest­ar lík­ur á að vand­inn leys­ist af sjálfu sér?“

Alltaf með símann við höndina

Ólafur segir að lokum í grein sinni að þeir sem þurfa að hugsa um einhverfa án aðstoðar frá samfélaginu geti í mörgum tilfellum ekki unnið út af þeirri miklu vinnu sem fylgir þessari þjónustu. „Við get­um ekki farið út um helg­ar að skemmta okk­ur, ekki farið í frí, við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur. Eft­ir nokk­ur ár af þessu álagi erum við oft orðin veik bæði lík­am­lega og á geði. Þá þurf­um við að fá þjón­ustu frá sam­fé­lag­inu sem kost­ar oft­ast nokkra skild­inga. Vandi sem ekki er leyst­ur vind­ur upp á sig og að lok­um er reikn­ing­ur­inn orðinn ansi hár.”

Ólafur segir að svona sé þetta búið að vera í áratugi.

„Og svo eru menn hissa á að vand­inn sé orðinn svo al­var­leg­ur á öll­um stöðum, bæði varðandi fé­lagsþjón­ustu og geðheil­brigðisþjón­ustu að við töl­um ekki um al­menna heil­brigðisþjón­ustu. Mér þætti vænt um að hitta þá aðila sem bera ábyrgð á þessu og fá skýr­ing­ar. Ég kalla eft­ir að þeir aðilar gefi sig fram og hitti mig í kaffi til að ræða mál­in.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nína Gautadóttir er látin

Nína Gautadóttir er látin
Fréttir
Í gær

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því
Fréttir
Í gær

Sagt upp á jólunum

Sagt upp á jólunum
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur