fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Nína Gautadóttir er látin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nína Gautadóttir myndlistarkona er látin 78 ára að aldri. Nína lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt föstudagsins 13. desember. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag.

Nína fæddist 28. Júní 1946 og gekk í Gaggó Vest þar sem Jóhann Briem kenndi myndlist og hafði mikil áhrif á hana, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Eftir að hafa farið í Hjúkrunarskóla Íslands hélt hún til Parísar og lærði myndlist í Beux-Arts eftir að hafa lagt stund á frönskunám í eitt ár. Vann hún fyrir sér með fram náminu sem einkahjúkrunarkona hjá ríkum barónessum. Eftir að hafa útskrifast úr málaradeild 1976 fór hún í framhaldsnám í vefnaði og skúlptúr.

Nína átti viðburðaríka ævi og bjó meðal annars í Kamerún, Saír og Níger þar sem hún kynntist hirðingjaþjóðflokknum Tuareg og lærði að vinna myndir í leður.

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að Nína hafi haldið sína fyrstu einkasýningu á Kjarvalsstöðum árið 1980 og hélt hún á ferli sínum yfir 30 einkasýningar og vann til fjölmargra verðlauna fyrir verk sín.

Nína lætur eftir sig þrjú börn og fjögur barnabörn sem öll eru búsett í Bordeaux í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda