fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Mikil óvissa um framtíð Kolaportsins – Rekstraraðilinn í gjaldþrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 19:30

Frá Kolaportinu. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi rekstraraðili Kolaportsins, Kolaportið ehf, hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Félagið skuldaði Reykjavíkurborg um 200 milljónir króna í húsaleigu fyrir sölupláss í Kolaportinu þar sem rekinn hefur verið fjölbreyttur flóamarkaður og um helgar árum saman.

Húsnæði Kolaportsins við Tryggvagötu 19 er í eigu ríkisins. Borgin hefur leigt plássið af ríkinu og síðan framleigt það til Kolaportsins ehf, sem eins og áður segir hefur ekki staðið í skilum með leigu.

Þær upplýsingar fást innan úr borgarkerfinu að málið sé ekki lengur á forræði borgarinnar. Samkvæmt heimildum DV setur borgin sig ekki upp á móti því að áfram verði rekinn götumarkaður í húsnæðinu og ljóst er að Kolaportið verður opið um næstu helgi. Að öðru leyti er vísað til skiptastjóra þrotabús Portsins ehf, en það er lögmannastofan LOGOS.

DV hafði samband við LOGOS og fékk þau svör að félagið tjái sig að svo stöddu ekki með neinum hætti um gjaldþrot Portsins og gefur LOGOS engin svör um afstöðu sína til reksturs götumarkaðar í húsinu að Tryggvagötu 19.

Leigusamningur borgarinnar við ríkið um afnot af húsnæðinu að Tryggvagötu 19 rennur út um áramótin. Engin áform eru um framhaldið og ekki er vitað til þess að ríkið sé með sérstakar áætlanir um afnot af húsinu.

Ljóst er að starfsemi Kolaportsins til frambúðar er í fullkominni óvissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm