fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Framtíð Grindavíkur – fyrstu drög rammaskipulags kynnt

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. desember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavíkurbær hefur kynnt fyrstu drög að rammaskipulagi sem byggir á hugmyndum og tillögum Grindvíkinga, en kallað var eftir hugmyndum þeirra í október síðastliðnum. Tillögurnar eru unnar af Batteríinu Arkitektum og byggja á því að finna jafnvægi milli þess að varðveita minjar og tryggja að bæjarlandið sé nýtt á farsælan hátt í framtíðinni.

Grindvíkingar eru hvattir til að kynna sér rammaskipulagið, tjá sig og koma með ábendingar um hvernig þeir vilja sjá bæinn sinn þróast. Með þessum hætti fá allir Grindvíkingar tækifæri til að taka þátt í því að móta framtíð bæjarins með tilliti til arfleifðar jarðhræringanna. 

Hér má senda inn ábendingu.

Á vef bæjarins má sjá kynningarmyndband með tillögunni, kynna sér hana nánar, rýna í kort, teikningar og fleira. Segir þar að allar skoðanir og hugmyndir skipti máli í þessu mikilvæga verkefni.

Hér er hægt að kynna sér tillöguna nánar, rýna í kort, teikningar o.fl. 

Fortíð og nútíð sameinuð – minningar varðveittar og tækifæri næsta kafla

Tillagan felur í sér að hluti þeirra húsa sem orðið hafa fyrir tjóni verði fjarlægður, en að ummerki hamfaranna, svo sem lega sprungna, hraun og einhver ummerki húsa, verði varðveitt og nýtt á nýstárlegan hátt. Meðal þess sem lagt er til er að varðveita Hópið, Salthúsið og Verkalýðshúsið við Víkurbraut, auk þess sem settar verði upp sýningar, gönguleiðir og merkingar til að gera náttúruöflin og áhrif þeirra sýnileg. Tillagan býður upp á einstaka blöndu af sögu og framtíðarsýn.

Verkefnið snýst um að sameina fortíð og framtíð – varðveita minningar og skapa tækifæri fyrir næsta kafla í sögu Grindavíkur. Markmiðið er ekki aðeins að endurbyggja bæinn heldur einnig að gera Grindavík að einstökum stað sem íbúar og gestir geta notið og lært af um ókomin ár.

Hver eru næstu skref?

Grindvíkingum hefur nú verið kynnt tillaga að rammaskipulagi þar sem óskað eftir ábendingum og athugasemdum. Í framhaldinu verður unnið frekar í tillögunni og hún síðan kynnt á nýjan leik fyrir Grindvíkingum. Þá hefst leit að fjármagni og samstarfsaðilum til þess að hægt verði að hrinda tillögunni í framkvæmd, með það að markmiði að tryggja að framtíðarsýn Grindvíkinga sjálfra verði að veruleika á markvissan og sjálfbæran hátt.

Hvað er rammaskipulag?

Rammaskipulag er stefnumótandi skipulagsáætlun þar sem lagðar eru línur fyrir þróun og framtíðarsýn ákveðins svæðis. Í þessu tilfelli er rammaskipulagið verkfæri til að skapa skýra mynd af því hvernig bærinn getur þróast á næstu árum og áratugum, með áherslu á jafnvægi milli varðveislu menningarminja, sjálfbærni og nýsköpunar. Tillagan tekur mið af sérkennum bæjarins, sögulegum þáttum og náttúrulegum aðstæðum, en veitir jafnframt svigrúm fyrir nýja möguleika og lausnir sem stuðla að lífsgæðum og samkeppnishæfni Grindavíkurbæjar. Með þátttöku Grindvíkinga er tryggt að skipulagið endurspegli þarfir og vonir samfélagsins sjálfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nína Gautadóttir er látin

Nína Gautadóttir er látin
Fréttir
Í gær

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því
Fréttir
Í gær

Sagt upp á jólunum

Sagt upp á jólunum
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur