fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 17. desember 2024 15:30

Gagnaverið að Fitjum. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eignarhaldsfélaginu Genesis Mining Iceland hefur verið slitið. Genesis Mining rak eitt sinn eina af stærstu rafmyntanámum heims í gagnaveri á Fitjum í Reykjanesbæ.

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar kemur fram að lokareikningar félagsins sem og frumvarp til úthlutunargerðar í félaginu hafi verið samþykkt með bókun hluthafa þann 1. desember síðastliðinn. Ein krafa hafi borist til skilanefndar vegna slita félagsins, það er frá Skattinum vegna greiðslu tryggingargjalds, staðgreiðslu og þing- og sveitarsjóðsgjalda. Sú krafa var greidd.

Genesis Mining er með höfuðstöðvar í Hong Kong og hóf rafmyntagröft á Íslandi árið 2014, í gagnaveri Advania á Fitjum. Aðallega var grafið eftir rafmyntinni bitcoin en einnig etherum. Árið 2018 var opnuð náma í Svíþjóð.

Rafmyntafyrirtækin hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum árum, enda orkufrekur og umdeildur iðnaður.

Í frétt Local Suðurnes frá árinu 2017 var meðal annars greint frá því að Genesis Mining væri stærsta etherum rafmyntanáma heims og væri einnig leiðandi í greftri eftir bitcoin. Fyrirtækið keypti orku fyrir 123 milljónir króna á mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök