fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Áramótabrennuvargur þarf að greiða svimandi háar skaðabætur – „Þau eru eins og hann, hluti af okkur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 16:30

Kveikt var í barnum Útgerðin, á Akranesi, síðustu áramót. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir að hafa kveikt í barnum Útgerðin á Akranesi á gamlársdag 2023. Þarf maðurinn að greiða samtals um 42,9 milljónir króna í skaðabætur auka vaxta og dráttarvaxta. Aðstandendur barsins tóku málinu með þó nokkru æðruleysi þegar það kom upp og lögðu áherslu á að ekki ætti að fordæma manninn heldur aðeins verknað hans.

Í ákæru kom fram að maðurinn hefði brotið rúðu í glugga staðarins, hellt bensíni inn og kveikt í með þeim afleiðingum að upp blossaði eldur.

Sjóvá-Almennar og samlagsfélagið V80, sem brotaþoli í málinu, kröfðust bóta og að maðurinn yrði dæmdur til að greiða allan málskostnað.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi.

Í mars 2024 hlaut hann dóm fyrir eignaspjöll og akstur án gildra ökuréttinda. Hlaut hann 200.000 króna sekt.

Héraðsdómur mat það manninum til refsiauka að íkveikjuna hafði hann framið fyrir uppkvaðningu þess dóms. Í niðurstöðu dómsins segir að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að valda miklu fjárhagstjóni og hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna eins og það sé orðað í hegningarlögum og það hafi orðið raunin í þetta sinn. Þó engin manneskja hafi verið í bráðri hættu hafi maðurinn bersýnilega látið sér það í léttu rúmi liggja.

Því þótti við hæfi að dæma manninn í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn féllst á allar bótakröfur og það sama gerði Héraðsdómur Vesturlands í ljósi játningar hans. Þarf maðurinn að greiða Sjóvá-Almennum um 14,9 milljónir króna og V80 28 milljónir. Þar að auki þarf hann að greiða vexti og dráttarvexti af skaðabótunum. Sömuleiðis þarf hann að greiða allan málskostnað.

Hvað gerist greiði maðurinn ekki allt þetta kemur ekki fram í dómnum.

Fordæma verknaðinn ekki gerandann

Bersýnilega tókst að koma starfsemi Útgerðarinnar aftur af stað en staðurinn er enn í fullum rekstri miðað við Facebook-síðu hans. Í færslu á síðunni þann 8. janúar síðastliðinn, um viku eftir íkveikjuna, var lögð mikil áhersla á að fordæma verknaðinn sjálfan en ekki gerandann:

„Kæru íbúar á Akranesi.

Á sama tíma og við þökkum fyrir allar hringingarnar, öll skilaboðin, allar heimsóknirnar og einlægar þakkir fyrir að bjóðast til að hjálpa til við að koma öllu í samt lag. Það er þó eitt sem við viljum biðja ykkur um og það er að fordæma frekar verknaðinn en aðilann sem olli þessari íkveikju. Öll höfum við gert eitthvað sem við sjáum eftir, mismikið þó og öll eigum við aðstandendur sem standa okkur að baki. Við heyrum reiði í mörgum, sér í lagi að kippa staðnum af okkur á þessum tíma. En áramótin fóru fram, allir skemmtu sér og nú er komið nýtt ár, ný tækifæri og megi þetta ár einkennast af hamingju og gleði fyrir okkur ÖLL.

Þar sem við erum náið samfélag, fer allt mjög fljótt um bæinn okkar. Endilega hafið það í huga að viðkomandi á aðstandendur, og þau eru eins og hann, hluti af okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu