fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Úr vinsæl í jólapakkana

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. desember 2024 11:13

Unnur Eir Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gullsmiðurinn Unnur Eir Björnsdóttir starfar í fjölskyldufyrirtækinu Meba og er á fullu í jólaversluninni sem er nú að ná hámarki. Unnur Eir segir að úr séu sérlega vinsæl fyrir þessi jól og að fólk sé meir og meir að skarta sig með fallegu armbandsúri, þá sérstaklega þegar það er að gera sér dagamun.

,,Úrin eru mjög vinsæl núna fyrir jólin og það er sérlega gaman og áhugavert að sjá hvað herraúrin eru að seljast vel. Kvenúrin eru líka alltaf vinsæl gjöf,segir Unnur Eir. Það mega því margir eiga von á úrum í jólapakkann samkvæmt þessu.

Unnur Eir lauk gullsmíði árið 2007 og fékk meistararéttindi 2009. Hún nam einnig nám við listaháskólann Central Saint Martins í London í skartgripahönnun. Hún hefur hannað skartgripi undir merki sínu EIR.

Draumar er vinsælasta línan hennar sem hún segir sjálf að sé innblásin af þessu klassíska, stílhreina og fínlega en hönnunin fangar síðan eitthvað aðeins villtara. ,,Þegar ég bjó í London sótti ég svolítið í tísku og pönkstílinn úr menningunni í Camden Town og Shoreditch, en þau áhrif fylgja mér aðeins í hönnuninni,segir Unnur Eir sem hefur áður komið fram með þrjár aðrar skartgripalínur undir merki sínu EIR sem heita Dimma, Sólarupprás og Stuðlaberg.


 Eitt fjölbreyttasta úrval af íslenskum skartgripum

 Unnur Eir starfar í fjölskyldufyrirtækinu Meba ásamt systur sinni Evu og foreldrum Birni Árna Ágústssyni og Þurý Magnúsdóttur. ,,Við leggjum mikla áherslu á íslenska hönnun og handsmíðaða skartgripi. Við erum með eitt fjölbreyttasta úrval landsins af íslenskum skartgripum eða frá um fimmtán gullsmiðum og hönnuðum. Úrval úra er einnig mikið og fjölbreytt, bæði hvað varðar útlit og verð. Auk þess erum við með starfrækt gull – og úrsmiðaverkstæði í verslun okkar í Kringlunni. Þar þjónustum við okkar vöru ásamt því að taka að okkur að lagfæra úr og skartgripi sem er komið til ára sinna. Sá þjónustuliður er að færast í aukana. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr framúrskarandi þjónustu við okkar viðskiptavini. Ég er alin upp við það að allir eiga að fá góða þjónustu,segir hún og bætir við að það sé alltaf skemmtilegt og spennandi að standa vaktina í versluninni í aðdraganda jóla enda sé þá alltaf mikil stemmning og brjálað að gera. 

Unnur Eir Björnsdóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósammála um hver beri ábyrgð á ferlíkinu í Breiðholti – „Þessi hryllilegi járnveggur beint fyrir utan stofugluggann hjá fólki“

Ósammála um hver beri ábyrgð á ferlíkinu í Breiðholti – „Þessi hryllilegi járnveggur beint fyrir utan stofugluggann hjá fólki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úlfúð út af grein innflytjanda um íslenskar konur – „Þetta bara hlýtur að vera tilbúningur til að æsa fólk upp“

Úlfúð út af grein innflytjanda um íslenskar konur – „Þetta bara hlýtur að vera tilbúningur til að æsa fólk upp“