„Á uppleið með þessum,“ skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á Facebook-vegg sinn, og birtir mynd af sér, Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar, og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins, úr lyftu í Alþingishúsinu.
Formennirnir þrír vinna nú að ritun stjórnarsáttmála og stefna að því að mynda ríkisstjórn fyrir áramót.