Unnið er út frá þeirri sviðsmynd að til stríðs komi sem svipar til þess sem nú geisar í Úkraínu. Áætla yfirvöld að hálf milljón Svía muni falla í slíku stríði. Þetta svarar til þess að fimm prósent þjóðarinnar falli.
Aftonbladet skýrir frá þessu og vísar í tölur frá sænska hernum sem hefur beðið útfararstjóra landsins um að undirbúa áætlun um hvar og hvernig sé hægt að jarðsetja svo mikinn fjölda á skömmum tíma.
Talsmaður almannavarna sagði að líkbrennslur þurfi rafmagn og séu oft knúnar með gasi. Í stríði geti orðið rafmagnsskortur og því þurfi að vera með plan B. Þá þurfi einfaldlega að notast við líkkistur sem taki óneitanlega meira pláss en duftker.
Nú er verið að leita að stórum svæðum þar sem hægt verður að jarðsetja fjölda fólks. Sjónirnar beinast meðal annars að tíu hektara jörð nærri Gautaborg.
Hluti af áætlanagerðinni felur í sér að hermenn frá öðrum NATÓ-ríkjum verði einnig jarðsettir í Svíþjóð.
Svíar hafa verið meðlimir í NATÓ síðan í mars á þessu ári.