fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Snorri segir ýmislegt benda til þess að samstarfið geti súrnað hratt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2024 09:00

Snorri Másson. Mynd/Skjáskot mbl.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að flokkurinn hefði mikinn áhuga á að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki ef það slitnar upp úr viðræðum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Snorri er gestur í nýjasta þætti Dagmála á mbl.is ásamt Dagbjörtu Hákonardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, þar sem þau fara meðal annars yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum.

„Með hverjum deginum sem líður þá finnst manni staðan vera orðin snúnari fyrir þá sem maður hefði haldið að gæti á einhverjum tímapunkti látið sér detta það í hug að bakka út úr þessu, það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður, sannarlega. Við í því tilviki búum okkur þá undir að vera í stjórnarandstöðu og að halda þá áfram á lofti þeim mjög mikilvægu baráttumálum sem við vorum með á blaði í kosningabaráttunni.“

Snorri segir að varðandi vilja þjóðarinnar – og hvernig hann er túlkaður eftir kosningar líkt og þær sem fram fóru þann 30. nóvember síðastliðinn – sé hægt að segja að það sé líka vilji þjóðarinnar að samstarf takist með Miðflokknum og Sjálfstæðisflokki.

„Og við höfum flaggað því allan þennan tíma að það er sannarlega enn þá áhugi fyrir því, mikill hjá okkur að fara þá leið,“ sagði Snorri sem sagði þó að ekki væri hægt að gera athugasemdir við það ef samstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður að veruleika.

„Þótt að þetta líti ágætlega út núna hjá þeim – og þau geti náð einhverju samkomulagi – þá finnst mér eins og ég horfi á þetta ýmislegt benda til þess að þetta gæti alveg súrnað með tímanum og jafnvel hratt,“ segir Snorri og bætir við flokkarnir standi frammi fyrir ýmsum áskorunum.

„Ég veit ekkert hvernig það mun ganga, það getur enginn spáð fyrir um það en maður getur ekki gefið sér að það verði jafn ljúft og þægilegt og einhverjar viðræður kunna að ganga. Þetta er ekkert einfalt alltaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm