fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. desember 2024 13:30

Bíladagar eru haldnir í júní á Akureyri. Mynd/Bílaklúbbur Akureyrar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafn margir Akureyringar eru neikvæðir í garð Bíladaga og eru jákvæðir í garð hátíðarinnar sem haldin er í bænum ár hvert í júní. Konur neikvæðara í garð Bíladaga en karlar.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA). En í könnuninni var spurt um afstöðu íbúa á Akureyri til hátíðarinnar, götulokana og takmarkana á umferð á meðan á hátíðinni stendur.

36,5 prósent bæjarbúa eru jákvæðir í garð hátíðarinnar, þar af 13,7 prósent mjög jákvæðir. 36,3 prósent eru neikvæðir, þar af 12,5 prósent mjög neikvæðir. Hlutfall jákvæðra og neikvæðra er því næstum því alveg það sama. 27,3 prósent hafa hvorki jákvæða né neikvæða skoðun á Bíladögum.

Könnunin er langt frá því að vera afgerandi. Mynd/RHA

Þegar svör eru greind eftir ýmsum breytum sést að karlar eru almennt jákvæðari í garð hátíðarinnar en konur. Það er 48 prósent á móti aðeins 29 prósentum.

Þegar litið er til aldurs sést að fólk á aldrinum 35 til 49 ára er jákvæðast í garð Bíladaga, 48 prósent, en fólk yngra en 35 ára neikvæðast, 31 prósent.

Þá er fólk með minni menntun aðeins jákvæðara í garð hátíðarinnar en háskólamenntaðir og hún nýtur meiri hylli á meðal íbúa í póstnúmerinu 603 (Glerárhverfi) en í 600 (Akureyri sunnan Glerár).

Könnunin var netkönnun. Úrtakið var 1000 og svarhlutfall 43 prósent.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm